Flest með færri en tíu starfsmenn

Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra.

Fram kemur í fréttatilkynningu að yfir 30 þúsund virk fyrirtæki hafi verið starfandi hér á landi á síðasta ári með rúmlega 134 þúsund starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja hafi numið rúmlega 4.000 milljörðum króna. Af virkum fyrirtækjum hafi rúmlega 28 þúsund haft á launaskrá færri en 10 starfsmenn. Þá segir enn fremur:

„Hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn starfa tæplega 38 þúsund (28%), rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu um 908 milljörðum króna (16%) og skiluðu þau 188 milljörðum (38%) í vergan rekstrarafgang (EBITDA). Til samanburðar voru einungis 179 fyrirtæki með 100 starfsmenn eða fleiri, hjá þeim störfuðu 51 þúsund starfsmenn (38%), rekstrartekjur námu 1.800 milljörðum króna (45%) og vergur rekstrarafgangur var 210 milljarðar (43%).“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK