Neitaði að gefast upp á Subway

Skúli er eigandi Subway á Íslandi.
Skúli er eigandi Subway á Íslandi. Eggert Jóhannesson

Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, segir að það hafi blundað í honum allt frá upphafi náms hans í Bandaríkjunum að koma með staðinn til landsins. Meðan á námsdvöl hans stóð var Skúli tryggur viðskiptavinur Subway enda maturinn í senn góður og ódýr, en að sama skapi unninn úr góðu hráefni.

„Ég kynntist þessu sem námsmaður í Bandaríkjunum og varð svo til strax fastur viðskiptavinur Subway. Eftir að hafa margsinnis snætt þarna fór ég að hugsa hversu gaman væri að taka þetta til Íslands. Þegar ég kem heim aftur ákveð ég hins vegar að hefja störf hjá Landsbréfum, en var þó alltaf með stofnun staðarins í bakhöfðinu. Ég fann strax að þessi „jakkafatavinna“ frá 9 til 17 átti ekki við mig og var því ákveðinn í að ég myndi hætta í þessu starfi. Í framhaldinu hafði ég samband við höfuðstöðvar Subway í Bandaríkjunum og hóf viðræður um að fá sérleyfi fyrirtækisins hér á landi,“ segir Skúli, sem starfaði hjá Landsbréfum á árunum 1991-93'.

Spurður hvort það hafi reynst auðvelt að fá forsvarsmenn Subway í Bandaríkjunum til að láta svo til nýútskrifaðan háskólanema fá sérleyfi keðjunnar hér á landi kveður Skúli nei við. Þrjóska hans og ákveðni hafi þó á endanum orðið til þess að samþykki fékkst.

„Á þessum tíma var tölvupóstur varla kominn til sögunnar þannig að ég sendi bréf og hringdi nokkrum sinnum út til að ræða við þá. Ég eyddi heilu sumri í að gera hana og vandaði afar vel til verka enda vildi ég hafa hana alveg skothelda. Í framhaldinu var þetta samþykkt og fyrsti staðurinn var í kjölfarið opnaður 11. september 1994,“ segir Skúli.

Lesa má ítarlegt viðtal við Skúla í ViðskiptaMogga dagsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK