„Bræla alla daga og dúrar ekki á milli“

Skipverjar um borð í Höfrungi III AK.
Skipverjar um borð í Höfrungi III AK. mbl.is/Ófeigur

„Veiðin hefur verið í daprari kantinum og það skrifast að stóru leyti á stöðuga ótíð að undanförnu. Það er bræla alla daga og dúrar ekki einu sinni á milli,“ segir Friðrik Ingason skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi III AK, sem er að veiðum í Víkurálnum.

Haft er eftir honum á vef HB Granda að veiðiferðin hafi hafist 2. janúar.

Við byrjuðum veiðar á Hampiðjutorginu en þar var lítið að hafa. Þá fórum við suður til að reyna við rauða karfann, þ.e.a.s. djúpkarfann, og þræddum hrygginn djúpt suður af landinu. Það skilaði ekki nægilega góðum árangri og síðan höfum við verið í og við Víkurálinn í vitlausu veðri flesta daga. Þegar við fórum suður til að reyna við djúpkarfann var góð veiði á Halanum og þar austur af en hún datt svo niður,“ segir Friðrik.

Aðallega sé leitast við að veiða gullkarfa, ufsa og ýsu í bland við þorskinn.

„Það væri örugglega hægt að gera hér góða þorskveiði ef aflaheimildir leyfðu. Karfaveiði er hins vegar frekar slök og hið sama má segja um ufsann. Ýsu sjáum við ekki í svona veðri.“

Von er á Höfrungi III til hafnar í Reykjavík um helgina til millilöndunar og olíutöku. Veiðiferðinni á svo að ljúka 31. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,68 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,68 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »