Beðið með óþreyju eftir Hafró

Menn að störfum um borð í Víkingi AK.
Menn að störfum um borð í Víkingi AK. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

„Við lukum síðasta loðnutúrnum í bili með því að landa aflanum á Vopnafirði. Því var lokið fyrir miðnætti í gærkvöldi. Loðnuflekkurinn, sem við höfum verið að veiða úr austan við Langanes upp á síðkastið, gekk suður úr trollhólfinu og það varð úr að við tókum að okkur einn leitarlegg fyrir Hafrannsóknastofnun norður eftir fyrir austan Langanes,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, þegar skipið var á leið til Vopnafirði til Reykjavíkur í gær.

Mikið að sjá af loðnu

„Í framhaldinu fórum við svo á veiðar. Ætli við höfum þá ekki verið 80 til 90 mílur frá landi, norðaustur af Vopnafirði, og á því svæði var mjög mikið af sjá af loðnu og við fengum góðan afla,“ er haft eftir Alberti á vef HB Granda.

Fram kemur að þess sé beðið með óþreyju að niðurstöður Hafrannsóknastofnunar á mælingu stærðar og úbreiðslu loðnustofnsins liggi fyrir, en þá fyrst verður ákveðið hvort bætt verður við útgefinn byrjunarkvóta.

Albert segist eiga von á því að mælingum á loðnustofninum ljúki í vikunni og því ætti einhverra frétta af framhaldinu að liggja fyrir fljótlega.

Mikil ferð er á loðnunni að sögn Alberts. Venus, hitt …
Mikil ferð er á loðnunni að sögn Alberts. Venus, hitt uppsjávarskip HB Granda, er nú í höfn í Reykjavík.

Best að taka þátt í alvöru loðnuvertíð

„Það er mikilvægt að unnið sé fljótt og vel því það var mikil ferð á loðnunni suður úr trollhólfinu. Loðnan virtist ganga með kantinum og síðan dýpka á sér en það er uppskrift að göngumynstrinu eins og við þekkjum það. Hún ætti því fljótlega að skila sér upp á grunnin úti fyrir Suð-Austurlandi og loðnan fyrir norðan mun svo fylgja í kjölfarið,“ segir Albert en hann leynir því ekki að óvissan um framhaldið sé slæm.

„Við gætum s.s. farið á kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni en það er uppskrift að a.m.k. vikulöngum túr. Það er búið að semja um aðgengi íslenskra skipa að færeysku lögsögunni en auðvitað væri best að tilefni sé til að auka loðnukvótann hér heima og taka þátt í alvöru loðnuvertíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »