Vonbrigði með hve lítið er bætt við kvóta

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta hljóta að vera vonbrigði. Það lítur út fyrir að töluvert sé af loðnu á miðunum vegna þess hvernig veiðin hefur gengið. Almennt er tónninn þannig í sjómönnum og sömu fréttir berast frá norsku loðnuskipunum,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Norðfirði, um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að auka heildaraflamark í loðnu aðeins um 77 þúsund tonn.

Sjávarútvegsráðherra úthlutaði 208 þúsund tonna upphafskvóta í loðnu eftir mælingar á stofninum í september og október. Loðnan var mæld að nýju nú í janúar.

Minni kvóti en í fyrra

Hafrannsóknastofnun mat að stofninn væri 849 þúsund tonn um miðjan janúar að teknu tilliti til þess afla sem þá hafði þegar veiðst. Í samræmi við samþykkta aflareglu sem grundvallast á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar, auk annarra forsendna var það niðurstaða Hafrannsóknastofnunar að leggja til að heildaraflamark á vertíðinni verði 285 þúsund tonn sem er 77 þúsund tonnum meira en ákvarðað var í upphafi. Er þetta minni kvóti en á síðustu vertíð þegar hann var 299 þúsund tonn.

Gunnþór segir að fara þurfi ofan í aflaregluna. Meta þurfi forsendur sem lagt var upp með í nýrri aflareglu vegna þess hversu miklu munar á henni og aflareglunni sem notuð var með góðum árangri í 40 ár. Nefnir hann meðal annars að ótrúleg óvissa sé í mælingunni eða 38% þrátt fyrir að þrjú skip hafi verið að mæla í góðu veðri.

Það dragi mælinguna mikið niður. Gunnþór bendir á að loðna sé dyntóttur fiskur og í fyrra hafi niðurstaða mælinga Hafró verið að ekki mætti veiða neina loðnu. Eftir þrýsting um að kanna málið betur hafi verið hægt að gefa út 300 þúsund tonna kvóta.

Gunnþór segir að viðbótin í fyrra hafi gefið töluverðar tekjur og telur litla áhættu í að fara í nýjar rannsóknir. „Samstarf Hafró, útvegsmanna og sjómanna hefur verið gott við loðnurannsóknir undanfarin ár. Ég reikna með að við sameinumst um að fara í nýjan leiðangur til að ná betur utan um stofninn þannig að hægt verði að nýta hann áfram með sjálfbærum hætti,“ segir Gunnþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »