Minnast þeirra sem fórust fyrir fimmtíu árum

Súðavíkurhlíð. Fjölmargir togarar, íslenskir og breskir, höfðust við í Djúpinu …
Súðavíkurhlíð. Fjölmargir togarar, íslenskir og breskir, höfðust við í Djúpinu á meðan hamfaraveðrið gekk yfir. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimmtíu ár verða brátt liðin frá sjóslysunum miklu í Ísafjarðardjúpi í byrjun febrúar 1968, en þá fórust 26 sjómenn af tveimur breskum togurum og einum íslenskum vélbáti. Af þessu tilefni verður haldin athöfn um borð í varðskipinu Óðni til minningar um þá sem týndu lífi þennan örlagaríka sólarhring og jafnframt til að minnast þess björgunarafreks sem áhöfnin á Óðni vann. Athöfnin hefst klukkan 16 í dag.

Sex manna áhöfn Heiðrúnar II frá Bolungarvík var á meðal þeirra sem fórust, auk 19 manna áhafnar breska togarans Ross Cleveland, en einn skipverja togarans, Harry Eddom, bjargaðist við illan leik. Sama dag strandaði breski togarinn Notts County á Snæfjallaströnd, en áhöfn Óðins vann hetjudáð þegar hún bjargaði skipverjum hans. Einn þeirra var þegar látinn er Óðinn komst á slysstað.

Óðinn á siglingu. Tveir stýrimenn úr áhöfn skipsins fóru á …
Óðinn á siglingu. Tveir stýrimenn úr áhöfn skipsins fóru á bát yfir til togarans Notts County.

Fyrir tilstilli áhafnar Óðins, með Sigurð Þ. Árnason skipherra í fararbroddi, varð 18 mannslífum bjargað þennan dag.

Minningarathöfnin fer fram í þyrluskýli Óðins og mun sr. Hjálmar Jónsson fara með minningarorð og Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, mun jafnframt ávarpa samkomuna.

Í kjölfarið verður boðið upp á kaffiveitingar í messa skipsins, samkvæmt upplýsingum frá Sjóminjasafninu. Þar mun Gylfi Geirsson, formaður öldungaráðs Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi starfsmaður hennar, fjalla um björgunarafrekið sem áhöfn Óðins vann. Óðinn liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík, við Grandagarð 8, og hefur tilheyrt safninu síðan 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »