Stefna á fyrstu veiðar á morgun

Frá vinstri: Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og einn eigenda, Jón …
Frá vinstri: Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og einn eigenda, Jón Skúli Sigurgeirsson, Sigurður Þorláksson vélstjóri og einn eigenda, Gunnþór Sveinbjörnsson sem var skipstjóri á heimleiðinni og Guðlaugur Óli Guðlaugsson yfirvélstjóri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar.

200 mílur tóku útgerðarmanninn og skipstjórann Guðlaug Óla Þorláksson tali, en hann segir Hafborg leysa af hólmi tvö önnur skip.

„Skipið leysir af gömlu Hafborgina og Kolbeinseyna,“ segir Guðlaugur og bætir við að fimm verði í áhöfn á nýju Hafborginni – hann sjálfur við stýrið. Spurður hvort gert verði út frá Grímsey segir hann að eitthvað verði um það.

„En það verður eflaust minna en hefur verið. Þó gerum við örugglega eitthvað út frá Grímsey með vorinu.“

Hvað veldur því?

„Það er lítil vinnsla í Grímsey, en aðallega því maður vill vera nær mörkuðum með fiskinn, til að reyna að fá meira fyrir hann.“

Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og síðan dreginn til Hvide …
Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og síðan dreginn til Hvide Sande í Danmörku þar sem verkinu var lokið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ánægður með nýsmíðina

Guðlaugur segir mikla breytingu felast í komu nýja skipsins.

„Þetta er allt miklu stærra og er mjög vel útbúið, bæði fyrir mannskap sem og frágang og geymslu á fiski. Þetta er auðvitað miklu stærri bátur, en hann rúmar um fimmtíu tonn í kör, með krapa.“

Dönsk skipasmíðastöð, í Hvide Sande á Jótlandi, sá um smíði skipsins. Danirnir létu reyndar smíða skrokkinn í Póllandi, eins og þeir eru vanir. Þar var sett aðalvél, ljósavél og gír í skipið og það síðan dregið til Danmerkur þar sem verkefnið var klárað. Hafborgin er 284 brúttótonn, 26 metrar að lengd og átta metra breið. Guðlaugur segist ánægður með smíðina, þrátt fyrir að hún hafi tafist um nokkrar vikur, en upphaflega var stefnt að því að skipið kæmi til landsins í desember.

„Það er vegna þess sem gerðist í vor í Póllandi, þegar hann var tekinn út til að sandblása og húða hann. Þá vildi svo illa til að það rigndi eldi og brennisteini í heilan mánuð. Þeir enduðu á að taka hann og klæða yfir hann úti, þar sem þeir gátu ekki sett hann inn aftur. Um leið og þeir gerðu það þá gekk vel að klára verkefnið,“ segir Guðlaugur.

Færi beint aftur til Danmerkur

„Danirnir voru hins vegar á hárréttum tíma. Þetta hefði sloppið allt saman um miðjan desember, ef rigningarnar hefðu ekki komið til.“

Daníel Gísli Friðriksson, skipatæknifræðingur hjá Ráðgarði, teiknaði skipið.

„Þegar smíðin fór í útboð í Evrópu og samið var við Danina upp úr því, þá hélt hann áfram sinni teiknivinnu í samstarfi við þá. Það gekk mjög vel,“ segir Guðlaugur og bætir við að skipið sé mjög vel frágengið og fallega unnið.

„Þú færð það ekki betra en hjá Dönunum. Þetta er mjög flott hjá þeim og það var virkilega gaman að kynnast þessu fólki úti. Allir eru jákvæðir og það er gott að eiga við þetta fólk. Ef ég gerði þetta aftur þá færi ég beint til Danmerkur, það er ekki spurning.“

Litlu útgerðirnar ráði ekki við mikla gjaldtöku stjórnvalda

„Ég held að þetta sé allt að koma til, bátarnir farnir að fiska vel hérna, þessir fáu sem eru, og lítur bara mjög vel út,“ segir hann um gang veiðanna fyrir norðan. Veiðigjöldin og önnur gjöld hafi þó sitt að segja.

„Það eru veiðigjöld, hafnargjöld og markaðsgjöld, ef þú ert að skipta við markaðina. Þetta er bara orðið alltof, alltof dýrt allt saman. Þetta eru að verða átján prósent af brúttó-innkomu sem fara í þessa þrjá pósta. Það er alltof mikið, svo ég tali ekki um tryggingagjaldið og þessar endalausu álögur frá ríkinu. Þessar litlu útgerðir ráða bara ekki almennilega við þetta,“ segir Guðlaugur.

Forsíða 200 mílna föstudaginn 9. febrúar.
Forsíða 200 mílna föstudaginn 9. febrúar.

„Það á eftir að koma í ljós, hvort maður fer beint á hausinn eða lóðbeint á hausinn. Þetta er að minnsta kosti ekki sama umhverfi hérna á Íslandi og í Evrópu, það er alveg svart og hvítt. Þar eru stjórnvöld að reyna að borga með þessu en hér reyna þau að taka allt til sín. Svo eru það blessaðir markaðirnir á Íslandi, þeir virka varla lengur. Það er orðin svo mikil fákeppni og samráð, held ég, í kaupum á fiski á mörkuðunum. Þetta er bara svínarí.“

Nánar er rætt við Guðlaug Óla í 200 mílum - 48 síðna sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »