Boðar lækkun veiðigjalda

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag.

Lilja sagði lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög hafa miklar áhyggjur af veiðigjöldum. Sagði hún núverandi fyrirkomulag leiða til samþjöppunar og að engin útgerð þyldi 200-300% hækkun á veiðigjöldum, án þess að skýra þær tölur frekar.

Þá tók hún dæmi um frystihús HB Granda á Akranesi sem lokaði í fyrra. „Það er eitthvað skrítið ef fiskvinnsla og útgerð þrífast ekki á Akranesi. Þá er líka eitthvað að leikreglunum sem við þurfum að skoða hér á Alþingi,“ sagði Lilja. HB Grandi er þó stærsta útgerðarfyrirtæki landsins með 11,3% aflahlutdeild. 

Hagnýti ekki vandann til að lækka sanngjarnt veiðigjald

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varaði við því að bráðavandi tiltekinna lítilla fyrirtækja væri hagnýttur til að festa í sessi óréttlæti þegar kemur að því eðlilega og sanngjarna gjaldi sem auðlindagjald væri.

Sagði hún fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart breytingum á auðlindagjaldinu þegar í ríkisstjórn sætu þingmenn frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeir tveir flokkar hefðu löngum barist gegn innleiðingu auðlindaákvæðis í stjórnarskrá og lagt á kapp á að lækka gjöld fyrir nýtingu auðlindarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »