Laxar drepist í auknum mæli vegna kulda

Eldiskvíar á Vestfjörðum. Mynd úr safni.
Eldiskvíar á Vestfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Laxar í kvíum Arnarlax í Arnarfirði hafa undanfarið drepist í auknum mæli, vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví. Hefur dauði fiskurinn safnast saman í botni kvía og honum svo verið dælt um borð í báta Arnarlax.

Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar við fyrirspurn 200 mílna.

Segir í svarinu að Umhverfisstofnun hafi sent Arnarlaxi fyrirspurn þann 7. mars vegna ábendingar sem barst stofnuninni um fuglager við athafnasvæði fyrirtækisins í Hringsdal, og fengið ofangreind svör.

Við þetta getur myndast fituskán á yfirborði kvíar sem fuglar reyna að ná í. Lífrænum úrgangi er skv. því sem fram kemur í svörum frá Arnarlaxi safnað í lokaða frystigáma og hann svo nýttur í mjölvinnslu. Allar kvíar Arnarlax eiga að vera með fuglanet, en netið er fjarlægt meðan tæming stendur yfir,“ segir í svarinu auk þess sem bent er á að þetta skýri aukna umferð og vinnu við svæðið og ágang fugla.

Bent er á að ekki sé gerð krafa um að …
Bent er á að ekki sé gerð krafa um að fyrirtæki upplýsi stofnununina um fiskidauða. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekki ástæða til frekara eftirlits

„Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að fara nánar yfir ráðstafanir rekstraraðila í eftirliti. Rekstraraðili starfar eftir ASC umhverfisstaðlinum sem er alþjóða staðall í fiskeldi og gerir kröfur um góðar skráningar á framleiðslu og afföllum, þ.m.t. dauðfisk.“

Mun stofnunin hefja aukið eftirlit með fyrirtækinu?

„Stofnunin mun fara yfir gögn fyrirtækisins í reglubundnu eftirliti en ekki er ástæða til frekara eftirlits að svo stöddu þar sem ekki er um mengun að ræða, heldur dauðfisk sem er meðhöndlaður skv. verklagsreglum fyrirtækisins og Umhverfisstofnun metur fullnægjandi.“

Mikið magn getur valdið mengun

Bent er á að ekki sé gerð krafa um að fyrirtæki upplýsi stofnununina um fiskidauða nema ef hætta sé á að frá honum berist mengun, sem geti orðið, sé um mikið magn að ræða og hreinsibúnaður nái ekki að viðhalda hreinsun í kvínni.

„Ekki er talið að um það sé að ræða í þessu tilviki. Rekstraraðili upplýsti stofnununa sjálfur um fiskidauða er haft var samband við hann vegna ábendingar um fugla við kvíarnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »