Kaupa búnað frá Völku fyrir 2,5 milljarða

Samningur Samherja og Völku var handsalaður við formlega opnun Völku …
Samningur Samherja og Völku var handsalaður við formlega opnun Völku í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins við hátíðlega athöfn. Frá vinstri: Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku, Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku og Atli Dagsson, tæknistjóri Samherja. Ljósmynd/Aðsend

Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, og mun uppsetning nýrra véla gera landvinnslur Samherja þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækin hafa sent frá sér.

Segir í henni að tækin verði sett upp í vinnsluhúsum félagsins á Akureyri og Dalvík. Hluti af búnaðinum verði settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í sumar og muni Valka svo sjá um stærsta hlutann af vinnslubúnaðinum í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík, sem áætlað er að verði tilbúin um mitt ár 2019.

<span>Verðmæti þessara samninga er um 20 milljónir evra eða um 2,5 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins. Um er að ræða kaup á sex nýjum vatnsskurðarvélum, þremur ferskfiskflokkurum, þremur flokkurum fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku í bæði vinnsluhús félagsins.</span>

Árangurinn ekki mögulegur án samstarfsins

Samherji hefur verið í forystu sjávarútvegsfyrirtækja þegar kemur að tækniframförum í veiðum, vinnslu og nýtingu afla. Valka hefur unnið markvisst í þróun hugbúnaðar og tækjalausnum fyrir fiskiðnaðinn allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2003.

„Það hefur verið einstakt að vinna með framsæknum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að þróun þessara lausna og ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, en haft er eftir honum í tilkynningunni að Valka hafi átt í frábæru samstarfi við Útgerðarfélag Akureyringa á liðnum árum, sem átt hafi stóran þátt í að fleyta vatnsskurðartækninni á þann stað sem hún er í dag.

„Við hjá Völku erum þakklát fyrir að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem Samherji hefur lagt af stað með. Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum og þarf enga höfðatölu til að slá slíku fram.“

Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hér á landi þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs.

<span>„Samstarfið hefur getið af sér fjölda tækninýunga sem hafa vakið athygli víða um heim og skapað íslensku samfélagi ný sóknarfæri. Fyrir okkur hjá Völku er það frábært tækifæri að geta unnið að því að fullþróa tækni okkar og kerfi með einstaklega metnaðarfullu starfsfólki Samherja.“</span>

Lausnirnar reynst arðbær útflutningur

Í sama streng tekur Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja.

„Við erum mjög ánægð með þær lausnir sem Valka hefur verið að bjóða og teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Þessi nýja tækni gerir okkur kleift að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur en áður með sérlausnum sem henta hverjum og einum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina,“ segir Gestur.

„Stefna Samherja er að vinna náið með íslenskum iðnfyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi. Samstarf okkar við Völku er nýjasta birtingarmynd þessarar stefnu Samherja og ég er mjög ánægður með útkomuna,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. 

<span>„Okkur hefur á liðnum árum tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki og þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðrún Petrína HU 107 Grásleppunet
Grásleppa 1.141 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.224 kg
19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Sunna Líf GK 61 Grásleppunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
19.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 769 kg
Ýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðrún Petrína HU 107 Grásleppunet
Grásleppa 1.141 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.224 kg
19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Sunna Líf GK 61 Grásleppunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
19.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 769 kg
Ýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 785 kg

Skoða allar landanir »