„Hélt að við færum niður“

Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Hafliða er búinn að taka við Manna af …
Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Hafliða er búinn að taka við Manna af Þorleifi frá Grímsey. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Báturinn Manni ÞH-88 er kominn í höfn eftir að hafa tekið niðri við Rauðanes í morgun. „Ég hélt fyrst að báturinn væri að fara niður og við vorum komnir í gallana," sagði Sæmundur Einarsson, útgerðarmaður og eigandi Manna í samtali við mbl.is.

„Við vorum að draga gráslepputrossur við Rauðanes og þarna eru strýtur og grynningar sem ég taldi mig vera kominn fyrir en svona fór þetta nú," sagði Sæmundur sem telur það eitt skipta máli að mannskapinn sakaði ekki en blíðuveður var á þessum slóðum.

Báturinn Þorleifur frá Grímsey var á netaralli á svipuðum slóðum og var kominn til Manna í kringum hálftíma eftir að hann tilkynnti óhappið, að sögn Sæmundar. 

Þorleifur dró Manna til hafnar en björgunarbátur Hafliða á Þórshöfn tók við rétt við höfnina og dró Manna að bryggju. Eftir er að kanna skemmdir á bátnum til hlítar en ljóst er að öxull, hæll og stýri eru ónýt, sagði Sæmundur, sem á tæpa viku eftir af grásleppuvertíðinni en hann byrjaði 20. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »