Veiðibann í sjónmáli

Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa …
Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa aukist hefur dregið úr aflanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur ræddi málið við 200 mílur, en hann hélt erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku þar sem hann fór yfir sögu humarveiða við Ísland, frá því þær hófust upp úr miðri 20. öldinni og til dagsins í dag. Bar erindið yfirskriftina „Veiðar á leturhumri – sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“ og byggðist á rannsóknum Jónasar og Hrafnkels Eiríkssonar, forvera hans í starfi hjá stofnuninni.

Uppistaðan tólf til tuttugu ára

„Þá fjallaði ég um stöðuna sem blasir við í dag, en hún er alvarleg vegna mikils nýliðunarbrests,“ segir Jónas. „Segja má að frá árunum 2010 og 2011 höfum við orðið vör við það að það vantar þennan smærri humar, en á sama tíma hefur þó verið ágætis stand á eldri hluta stofnsins.“

Sá hluti muni þó á endanum hverfa úr stofninum. „Hann verður ekki þarna að eilífu. Við erum að tala um dýr sem nær ekki nema í kringum tuttugu ára aldri, og kemur inn í veiðistofninn fimm ára. Sæmileg nýliðun hefur ekki átt sér stað í sjö til átta ár og uppistaðan í stofninum er þannig orðin tólf til þrettán ára og allt upp í tuttugu ára. Að endingu gengur náttúrlega á þennan hluta stofnsins og að óbreyttu verður eitthvað róttækt að gerast.“

Ekki bundið við humarinn

Jónas segist þó vilja leyfa sér að vera bjartsýnn. „Það eru ýmsir stofnar sem hafa náð sér á síðustu árum eftir hrap niður á við. Það var hrun í sandsíli og sjófugli við suðurströndina, svo ég nefni dæmi, í keilu og blálöngu sömuleiðis – þetta er því ekki aðeins bundið við humarinn.“

Í erindi sínu benti Jónas á að þegar mest lét í humarveiðunum voru yfir 170 bátar að veiðum undan ströndum landsins. Nú eru þeir níu talsins.

„Og ef við spólum til baka um tvo áratugi, til ársins 1996, þá voru 53 bátar að veiðum. Nú hefur vertíðin verið að lengjast – menn voru að fara á vertíð kannski í maímánuði og voru svo búnir í júlí, nú hefja þeir veiðarnar 15. mars og eru svo að fram eftir hausti. Þá eru menn allflestir komnir með tvö troll og með öflugri skip við veiðarnar.“

Kynntu útgerðinni stöðuna

Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa aukist hefur dregið úr aflanum.

„Aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á síðasta fiskveiðiári hljóðaði upp á 1.150 tonn, en það eru ekki mörg ár síðan við vorum að ráðleggja veiðar á yfir tvö þúsund tonnum. Í þessu ljósi má sjá að aflinn fer minnkandi.“

Spurður hvar þessi þróun endi; hvort hún endi jafnvel í hreinu banni við humarveiðum í einhvern tíma, segir Jónas að það hljóti að vera, að öllu óbreyttu.

„Ef við fáum ekki meiri nýliðun þá erum við að veiða magn sem er hreinlega ekki til. Án þess að vera að reyna að mála einhvern skratta á vegginn þá er þetta staðan í dag.“

Staðan sem Jónas gerir að umtalsefni var kynnt útgerðinni í desember síðastliðnum.

„Þeir vita alveg af þessum möguleika, þó að enginn sé auðvitað spenntur fyrir að fá ekki að veiða neitt. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta, en einhver úrræði verðum við að skoða. Það segir sig sjálft að ráðlagður afli verður sífellt minni ef fram heldur sem horfir.“

Nánar var fjallað um humarveiðar í Morgunblaðinu á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »