„Þetta er algjört hrun“

Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi …
Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi samkeppni um góðgæti hafsins. mbl.is/RAX

Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra.

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem byggja hag sinn á þjónustu við strandveiðibáta.

„Þetta er ferlegt. Ég held að enginn sé á strandveiðum á Drangsnesi og kannski einhverjir þrír á Hólmavík. Þetta er algjört hrun hérna á austanverðum Vestfjarðakjálkanum.“

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti …
Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti í strandveiðum á Ströndum. mbl.is/Golli

Kostnaðarmiklar framkvæmdir að baki

Frá Norðurfirði er stutt að sækja á gjöf­ul fiski­mið í Húna­flóa og út af fló­anum, og hefur fjöldi báta komið þangað víða að af landinu til veiða. Til að mæta eftirspurn var hafnargarðurinn í Norðurfirði nýlega lengdur um helming, auk þess sem bætt var við einni flotbryggju og nýr krani settur upp á smábátabryggjunni.

„Það var rándýrt,“ segir Elín og bætir við að hafnarsjóðurinn og sveitarfélagið hafi fjármagnað framkvæmdirnar. Spurð hvort viss forsendubrestur eigi sér nú stað, þegar við blasi að fækkað hafi töluvert í röðum þeirra báta sem nýta sér þessa aðstöðu, svarar hún játandi og bendir á að þessi þróun bitni mest á þeim sem veiti strandveiðisjómönnum þjónustu ýmiss konar.

„Til dæmis þeir sem framleiða ísinn, sjá um flutninginn og hafnarverðir eins og ég – við sjáum enga forsendu til að sinna þessum störfum ef engin laun fást fyrir. Ég er því mjög hugsi um hvernig þetta kemur út og jafnvel hvort þetta borgi sig fyrir mig.“

Hún tekur þó fram að það sé venju samkvæmt að veiðarnar hefjist rólega á Ströndum.

„Það er alveg vitað. En þetta eru held ég sjö bátar núna sem ætla að vera að veiðum, og enginn annar búinn að hringja og láta vita af komu sinni. Fyrir tveimur árum voru þetta 23 bátar og að mig minnir sautján í fyrra. Það lítur ekki út fyrir að þetta glæðist neitt í júní eða júlí, nema eitthvað óvænt komi upp á.“

Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu.
Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu. mbl.is/Golli

Daufari stemning en verið hefur

200 mílur náðu einnig tali af Kristmundi Kristmundssyni þar sem hann var við strandveiðar úti fyrir Norðurfirði í rjómablíðu, en hann gerir út á bátnum Lunda ST-11.

„Það er mikið daufari stemning yfir þessu öllu en verið hefur,“ segir Kristmundur. „Við erum aðeins þrír að róa hér í Norðurfirðinum og sjálfsagt er þetta svona víðar.“

Hann segir breytingar á fyrirkomulagi strandveiðanna, sem gerðar voru með frumvarpi atvinnuveganefndar Alþingis fyrr í vor, geta haft skaðleg áhrif á þau svæði þar sem fiskurinn gengur seinna, eins og raunin sé í tilfelli svæðis B.

„Nú er kominn heill pottur fyrir allt landið, og það sem við hræðumstum hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sóknarþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okkar martröð væri sú að heildarpotturinn kláraðist í júlí og við fengjum ekkert að veiða í ágúst,“ segir Kristmundur.

„Það væri mjög vont fyrir okkur því í raun byrjar fiskeríið hjá okkur ekki af alvöru fyrr en í júlí og ágúst. Við myndum þannig séð persónulega vilja sleppa maí og fá frekar að spreyta okkur á veiðum í september, ef út í það er farið.“

Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 …
Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 en síðan þá hefur strandveiðibátum fækkað ört á svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Lágt verð fiskmarkaða hefur áhrif

Kristmundur segist þess þó ekki fullviss að breytingar á fyrirkomulagi strandveiða eigi alla sök að máli.

„Síðasta sumar var lélegra heldur en sumarið þar á undan hjá okkur á strandveiðunum. Við vorum með færri báta og minni afla. Jafnframt var mun lægra fiskverð heldur en árið áður og ég vil í raun rekja þetta allt saman til sjómannaverkfallsins,“ segir Kristmundur.

„Eftir því sem ég best veit fengu sjómenn það í gegn í lok verkfallsins að kjör þeirra tækju að einhverju leyti mið af verðinu á fiskmörkuðunum. Þetta er náttúrulega æðislegt fyrir þau fyrirtæki sem eiga skip og vinnslu, því þau geta þá haldið verði markaðanna í lágmarki og komist upp með að greiða sjómönnum lægri laun fyrir vikið.“

Þetta hafi svo vitaskuld í för með sér lægra endurgjald á fiskmörkuðum fyrir strandveiðisjómenn, segir Kristmundur.

„Verðið spilar náttúrulega stærstu rulluna í fækkun strandveiðibáta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »