Köflótt veiði á kolmunnamiðunum

Venus NS á veiðum. Mynd úr safni.
Venus NS á veiðum. Mynd úr safni.

Venus NS kom til Vopnafjarðar í byrjun vikunnar með rúmlega 2.300 tonn af kolmunna sem fór til vinnslu hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á staðnum. Er rætt var við Róbert Axelsson skipstjóra var Venus kominn að nýju á miðin en þangað er 30 tíma sigling frá Vopnafirði.

„Við erum núna að veiðum austan við Færeyjar úti undir miðlínunni á milli Færeyja og Noregs. Það er töluverður fjöldi skipa á slóðinni en auk Íslendinganna eru hér Færeyingar og Rússar. Það er dauft yfir veiðunum núna en fyrir tveimur dögum var hér ágæt veiði. Svona er þetta þegar kolmunninn er annars vegar. Veiðin getur verið köflótt,“ er haft eftir Róbert á vef HB Granda.

Mjög góð kolmunnaveiði hefur verið allan maímánuð og voru skipin mest að veiðum í svokölluðu Ræsi suðvestur af Færeyjum.

„Veiðin þar hefur dottið niður en það eru þó enn nokkur skip að reyna við kolmunnann vestan við Færeyjar. Hér austur frá virðist veiðin einnig vera að dragast upp í augnablikinu en það þýðir ekki að veiðin geti ekki tekið sig upp að nýju á morgun eða um helgina,“ segir Róbert en hann segir ástandið nú svipað því sem var fyrir réttu ári.

„Veiðin dróst saman í lok maí en var svo þokkaleg þegar við fórum út eftir sjómannadaginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »