Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

Pétur segir mikilvægt að skipulagsvald sveitarfélaga nái yfir nálæga firði …
Pétur segir mikilvægt að skipulagsvald sveitarfélaga nái yfir nálæga firði og flóa. mbl.is/Golli

Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun. Þetta segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, og bendir sérstaklega á vöxt Bíldudals samhliða auknum umsvifum sjávarútvegsfyrirtækja í bænum.

„Sá sem hefur upplifað mánudagsmorgun á Bíldudal, heyrt dynjandi hamarshöggin, séð bardagann um bílastæðin og horft á eftir skutbílunum flykkjast á leikskólann, áttar sig á þeirri kraftaverkaþróun sem er að eiga sér stað á Vestfjörðum,“ segir Pétur í samtali við 200 mílur. Hann tekur þó fram að enn sé mikið verk óunnið.
Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Ljósmynd/Ágúst Atlason

Áratugum á eftir öðrum

„Innviðir Vestfjarða eru áratugum á eftir öðrum fjórðungum,“ segir Pétur. „Þá tala ég helst um vegasamgöngur annars vegar og raforkuöryggi og -flutning hins vegar. Vegalagning um Gufudalssveit er til að mynda eitt af forgangsmálum fjórðungsins.

Það er ótrúlegt að horfa upp á þróun eins og verið hefur á suðurfjörðum Vestfjarða; ný verðmæti eru að skapast, sífellt meiri tekjur koma þaðan inn í þjóðarbúið og þar sem áður var mætt og brothætt samfélag er kominn þessi maraþon-æfingapúls, en á sama tíma er ekki hægt að klára nauðsynlega og einfalda vegalagningu. Það er ekki í boði og Vestfirðingar láta ekki bjóða sér það lengur.“

Pétur segir Vestfirði eina landsfjórðunginn þar sem sveitarfélög hafi tekið pólitíska ákvörðun um stóriðjuleysi.

„Umhverfismeðvitund á Vestfjörðum er heimamönnum eðlislæg og er ekki drifin sérstaklega á kerfisátaki. Vestfirðingar hafa lifað með náttúrunni, nytjað hana og gert hana að samverkamanni kynslóð fram af kynslóð. Á þessum forsendum hefur stóriðjustefnu heimsins verið hafnað hér á Vestfjörðum,“ segir hann og bendir á að þessi höfnun hafi sést skýrt við umræðu um mögulega byggingu olíuhreinsistöðvar í fjórðungnum, sem hefði sjálfsagt verið mikil innspýting í efnahagsástand þess tíma.

„En niðurstaðan var sú að hafna þeirri atvinnuuppbyggingu.“

Leiðandi í umhverfismálum

Vestfirðir eru jafnframt eini fjórðungur landsins sem hlotið hefur silfurvottun frá Earth Check og teljast samkvæmt því, ásamt Snæfellsnesi, hafa virkt og vottað umhverfiskerfi sem kemur samfélögum á ábyrgan hátt inn í umhverfisvæna framtíð.

„Allt þetta gerir það að verkum að Vestfirðir eru leiðandi fjórðungur þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi. Í mínum huga eru mikil verðmæti fólgin í því að vera stóriðjulaus fjórðungur sem gefur mikla sérstöðu til framtíðar litið,“ segir hann. „Það er því ljótur leikur og lyginn að láta reglulega í það skína að Vestfirðingar sé tilbúnir í umhverfisafslætti þegar kemur að nýrri atvinnuuppbyggingu, það sé verið að spila með þá og þeir viti ekki betur.“

Fiskeldi við Súðavík. Sveitarstjórn Súðavíkur hefur gert kröfu um að …
Fiskeldi við Súðavík. Sveitarstjórn Súðavíkur hefur gert kröfu um að veitingar leyfis til fiskeldis verði háðar landvinnslu á skipulagssvæðum viðkomandi kvía. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Umhverfisþversögn í olíunni

Í þessu samhengi kveðst Pétur hafa ritað greinar um það sem hann segir eina mestu umhverfisþversögn fjórðungsins.

„Hún felst í því að brenna olíu þegar varaafl er keyrt, en heykjast á því að beisla umhverfisvænustu orku sem við getum komist í, byggja upp dreifikerfi raforku á Vestfjörðum og leggja þannig af óumhverfisvænt varaafl,“ segir hann og bætir við að augljóst sé að veikt raforkukerfi Vestfjarða hamli atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Pétur segir það sömuleiðis mikilvægt að skipulagsvald sveitarfélaga nái yfir nálæga firði og flóa og þá atvinnustarfsemi sem festir sér ból á þessum svæðum. Þannig geti sveitarfélög varið hagsmuni sína, hvort sem um er að ræða atvinnuppbyggingu á láði eða legi.

„Fyrir þessu eru einföld rök. Valdefling sveitarfélaga er góður kostur fyrir stjórnvöld til að búa íbúum landsins betri þjónustu, öryggi og velferð. Betra líf.“

Öflugra mannlíf fylgi störfum

Sveitarstjórn Súðavíkur hefur gert kröfu um að veitingar leyfis til fiskeldis verði háðar landvinnslu á skipulagssvæðum viðkomandi kvía. Segir Pétur að krafan sé sett fram til að tryggja að sem flest störf verði til á svæðinu.

„Fjölgun starfa á svæðinu þýðir að möguleiki á fólksfjölgun er til staðar og sömuleiðis meiri menning og öflugra mannlíf. Fleiri börn til að kenna, fleira fólk til að vinna og fleira eldra fólk til að læra af. Í þessu felst tilgangur allra sveitarfélaga og um leið mestu hagsmunir þeirra. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að safna auði. Hitt heldur, að safna fólki til að þjónusta til betra lífs og tækifæra, í samfylgd umhverfis og náttúru.“

Súðavíkurhlíð að vetri til. Pétur segir það mikilvægt að skipulagsvald …
Súðavíkurhlíð að vetri til. Pétur segir það mikilvægt að skipulagsvald sveitarfélaga nái yfir nálæga firði og flóa og þá atvinnustarfsemi sem festir sér ból á þessum svæðum. Þannig geti sveitarfélög varið hagsmuni sína. mbl.is/Sigurður Bogi

Vestfirski þrífóturinn

Til að útskýra stefnu og lausnir Vestfjarða í umhverfisvænni og sjálfbærri atvinnuuppbyggingu hefur Pétur notast við hugtak sem hann kýs að kalla vestfirska þrífótinn.

„Hver fótur stendur fyrir einn af þeim þremur atvinnuvegum sem Vestfirðir ætla að byggja á; fiskeldi, hefðbundna útgerð og ferðaþjónustu. Vandræði Vestfirðinga hafa verið fólgin í, öðru fremur, afar einsleitu atvinnulífi. Hefðbundin útgerð hefur verið grunnatvinnuvegur svæðisins og sem slíkur hefur hann verið brokkgengur. Með aðeins einn fót undir borðinu hafa áföll í þessari mikilvægu atvinnugrein verið okkur erfið.“

Vonast hann þannig til að þrífóturinn geti staðið betur undir hagsmunum Vestfirðinga.

„Með meiri stöðugleika, auknum hagvexti og fjölbreyttara atvinnulífi mun fjölga hér konum og körlum, og þá erum við farin að sjá hlutverk sveitarfélaganna eflast og dafna. Þessi þróun mun síðan skapa frjóan jarðveg fyrir aðra atvinnuvegi til að hasla sér völl á Vestfjörðum.“

Í lok árs 2017 voru 74 skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum. Af öllum landshlutum voru einungis færri atvinnulausir á Norðurlandi vestra, eða 48 talsins. Pétur segir þessar tölur ekki gefa rétta mynd af því hverning fjórðungnum hefur farnast undanfarna áratugi.

Tölurnar flytja sorgarsöng

„Þetta fer algjörlega eftir hugarfari þess sem greinir tölfræðina. Í mínum huga flytja þessa tölur sorgarsöng svæðis sem þurft hefur að horfa á eftir fólkinu sínu. Birtingarmynd örlaga heimamanna sem hafa þurft að kveðja börn, foreldra, ættingja, vini og nágranna, þar sem svæðið hefur ekki getað sinnt þeim lengur,“ segir Pétur.

Gagnrýnir hann um leið skrif Jóns Kaldal, blaðamanns og félaga í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, en grein eftir hann birtist í Fréttablaðinu í marsmánuði. Benti Jón á að óvíða væri minna atvinnuleysi en á Vestfjörðum og sagði atvinnuástandið þar ekki slæmt.

„Þegar hann notar atvinnuleysistölfræði Vestfjarða sem rök gegn eldisuppbyggingu á svæðinu, á þeim forsendum að svæðið þurfi ekki á þróun að halda, gerir hann ekki aðeins lítið úr sjálfum sér, heldur opinberar hann ótrúlega kaldlynt hugarfar, sem gerir reynslu og sögu Vestfirðinga að merkingarleysu,“ segir Pétur að lokum.

„Við það verður ekki unað.“

Viðtalið birtist í síðasta sérblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu í apríl. Áskrifendur mega vænta næsta blaðs föstudaginn 1. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »