„Þá held ég fleyi til hafnar“

Á sjómannadaginn er mart til gamans gert. Á myndinni er …
Á sjómannadaginn er mart til gamans gert. Á myndinni er róðarkeppni dagsins í fulluum gangi. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sf. sett upp veglega ljósmyndasýningu á steyptum stöplum á Miðbakka. Sýningin var opnuð rétt fyrir Hátíð hafsins og stendur fram á haust. Texti með myndunum er bæði á íslensku og ensku og því höfðar sýningin einnig til erlendra ferðamanna, sem leggja leið sína á hafnarsvæðið.

„Það er stöðugur straumur fólks að skoða sýninguna. Ég kíkti einmitt út um gluggann áðan og þá voru erlendir ferðamenn með bakpoka að skoða sýninguna,“ sagði Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar.

Höfundar ljósmyndasýningarinnar eru þeir Guðjóni Ingi Hauksson og Guðmund Viðarsson, en þeir hafa séð um sýninguna fyrir Faxaflóahafnir sf. undanfarin ár.

Sýningin í ár ber heitið: „Skipin og hafnirnar við Faxaflóa ...þá held ég fleyi til hafnar“.

Nafnið er tekið úr Síldarvalsinum vinsæla en hugmyndina að nafngiftinni átti Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Tillaga hans er tilvitnun í Síldarvalsinn og þótti tilheyra vel efnistökum sýningarinnar í ár.

Allt frá kútterum til kafbáta

Sýningarspjöldin innihalda stiklur úr sögu íslenskra skipa og hafna við Faxaflóa. Stiklað er á stóru í þróun hafnanna og þeirra skipa er höfðu viðkomu eða áttu heimahöfn í Reykjavík og öðrum höfnum við Faxaflóann, svo sem í Sundahöfn, Akraneshöfn, Borgarneshöfn eða Grundartangahöfn.

„Saga skipanna er ekki tæmandi í svo stuttri sýningu en mismunandi skipum eru gerð skil, skipum sem eiga merka sögu á einhvern sögulegan hátt eða eru sérstök fyrir það hlutverk sem þau gegndu. Saga sem kannski er ekki öllum kunn,“ segir í kynningu á sýningunni.

Í því sambandi má nefna sérhæfð skip, allt frá kútterum til kafbáta, sem gefur góða vísbendingu um þá fjölbreytni sem einkennt hefur skipasögu landsins og þátt hafnanna í þeirri sögu. En hafnirnar hafa gegnt mikilvægu hlutverki í þessari þróun sem skipin eru þátttakendur í. Sem dæmi má nefna þýska kafbáta sem komu til hafnar í Reykjavík 1939, rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Einnig má nefna afar sérstakt síldarbræðsluskip sem fengið var til landsins þegar síldarævintýrið í Faxaflóa stóð sem hæst. Og svo mætti lengi telja.

„Reykjavíkurhöfn með sinni miklu og löngu sögu tengist miklum meirihluta þessara skipa en verandi höfn höfuðborgarinnar er hún fyrsti viðkomustaður flestra skipa sem erindi eiga til landsins.

Fyrir áhugafólk um þróun og sögu er þessi upprifjun skemmtileg innsýn í horfinn tíma sem birtist þó ljóslifandi í nýjustu skipunum sem koma nýsmíðuð um langan veg eitt af öðru til hafnar. Þau skapa áframhaldandi sögu framtíðarinnar.“

Sjá nánar um sýninguna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »