Aðstæður um borð ekki lengur boðlegar

Árni Friðriksson RE yfirgefur Reykjavíkurhöfn.
Árni Friðriksson RE yfirgefur Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórnvöld Íslands hafa vanrækt skyldu sína til að sjá til þess að hafrannsóknir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni.

Þetta segir í ályktun Sjómannasambands Íslands, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Skora þessi samtök á stjórnvöld að gera hið fyrsta bragarbót á flota Hafrannsóknastofnunar. Bent er á að lífríki sjávar og ástand fiskistofna skipti okkur Íslendinga meira máli en flestar aðrar þjóðir.

Bjarni Sæmundsson við bryggju.
Bjarni Sæmundsson við bryggju. mbl.is/Styrmir Kári

Bjarni kominn mjög til ára sinna

„Sjálfbær nýting auðlinda hafsins, sem byggist á vísindalegri ráðgjöf, er forsenda öflugs sjávarútvegs í nútíð og framtíð. Ábyrgð stjórnvalda og atvinnugreinarinnar að þessu leyti er rík,“ segir í ályktuninni.

„Hafrannsóknir við Ísland þarf að efla. Fyrsta sérsmíðaða rannsóknarskip Íslendinga kom til landsins árið 1967, Árni Friðriksson RE100. Þremur árum síðar, 1970, kom svo Bjarni Sæmundsson RE30 til landsins. Bjarni er enn í notkun, en kominn mjög til ára sinna, einangraður með asbesti og tímaspursmál hvenær honum verður lagt.“

Skipið hafi þjónað vel en aðstæður um borð séu ekki lengur boðlegar vísindalegum rannsóknum eða starfsmönnum.

„Um það þarf ekki að hafa mörg orð. Nýr Árni Friðriksson kom til landsins um mitt ár 2000 og hann er því að verða 20 ára.“

Betra að vita en hyggja

Vísað er að auki til þess að ný og betri tækni hafi rutt sér til rúms í hafrannsóknum á undanförnum árum. Sömuleiðis hafi sjónir manna beinst í auknum mæli að rannsóknum á breytingum sjávar og því sem er að gerast almennt í lífríki hafsins.

„Til Íslendinga er litið á alþjóðlegum vettvangi vegna málefna hafsins. Það er því ekki bara nauðsyn fyrir okkur að hafa nýjustu tækni tiltæka og boðleg skip, okkur ber skylda til að sjá til þess að hafrannsóknir við Ísland séu ætíð í fremstu röð. Þá skyldu höfum við því miður vanrækt. 

Samtök þau sem undir þessa ályktun rita skora á stjórnvöld að gera hið fyrsta bragarbót á flota Hafrannsóknarstofnunar. Það verður að kaupa skip í stað Bjarna Sæmundssonar og það verður strax að fara að huga að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Með því móti tryggjum við að skilningur okkar á hafinu og lífverum þess aukist og þá einnig að umgengni verði með forsvaranlegum hætti. Þannig rísum við undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin í umgengni við sjóinn. Í þeim efnum er betra að vita en hyggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »