Lukkulegur með upphaf vertíðar

Makrílvertíðin er sögð marka enn ein þáttaskilin í starfsemi Vinnslustöðvarinnar.
Makrílvertíðin er sögð marka enn ein þáttaskilin í starfsemi Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum tekið við um 4.000 tonnum frá upphafi vertíðar 13. júlí, fínum makríl með lítilli átu,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar, og er afar lukkulegur með upphaf markrílvertíðar.

Unnið er að því að klára vinnslu makríls í dag áður en þjóðhátíð hefst í Eyjum.

„Skipin fara til veiða síðdegis á mánudag og við hefjum vinnslu á ný að morgni miðvikudags 8. ágúst.“

Á vef útgerðarinnar eru söluhorfur sagðar góðar og mun fyrsti farmurinn þegar vera á förum til Egyptalands og Tyrklands.

„Þar bíða kaupendur spenntir eftir fiskinum góða frá Eyjum á sína diska.“

Tvöfaldað afköstin frá því sem áður var

Makrílvertíðin er sögð marka enn ein þáttaskilin í starfsemi Vinnslustöðvarinnar. Teknar hafi verið í gagnið hausa- og flökunarvélar í nýbyggingu samtengdri nýja uppsjávarfrystihúsinu. Í fyrsta sinn sé unnið við aðstæður sem skapaðar hafi verið undanfarin ár með miklum og umfangsmiklum framkvæmdum og uppsetningu flókins tækjabúnaðar í vinnslusölum.

„Nú er unnið í umhverfi sem eftir hefur verið beðið lengi með eftirvæntingu,“ segir Sindri.

„Breytingin er mikil því nærri lætur að við höfum tvöfaldað afköstin frá því sem áður var. Allt vinnsluferlið og meðhöndlun hráefnisins er eins og best verður á kosið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »