Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

Börkur NK siglir inn Norðfjörð. Skipið kom með 1.200 tonn …
Börkur NK siglir inn Norðfjörð. Skipið kom með 1.200 tonn að landi í gærdag. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

„Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Hjörvar segir síldina stóra og gullfallega.

„Það má segja að síldveiðin hafi farið vel af stað og síldin er afar heppileg til vinnslu. Þetta er yfir 400 gramma síld,“ segir Hjörvar. Vinnsla gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem síldin er flökuð og fryst, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar.

Segir þar að Bjarni Ólafsson AK hafi komið til Neskaupstaðar í morgun, eftir aðra veiðiferð hans á síldarmiðin austur af landinu. Aflinn nemur 680 tonnum og verður væntanlega byrjað að vinna hann á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »