Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4.

Frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, um end­urút­reikn­ing veiðigjalda hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum, varð ekki að lög­um í vor eft­ir tölu­verðan vand­ræðagang á þing­inu. Spurður, í samtali við 200 mílur í lok sumars, hvort frum­varpið yrði sett aft­ur á dag­skrá í haust sagðist Kristján held­ur ætla að leggja fram frum­varp að nýj­um heild­ar­lög­um um veiðigjöld.

„Við smíðina á því frum­varpi hyggst ég meðal ann­ars taka mið af þeim at­huga­semd­um sem fram komu við frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar, og þeim sjón­ar­miðum sem þar komu fram. Vissu­lega voru það ákveðin von­brigði að ná ekki sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á veiðigjöld­un­um í vor, þar sem vís­bend­ing­ar eru um það að kerfið í nú­ver­andi mynd end­ur­spegli ekki nægi­lega vel af­komu grein­ar­inn­ar,“ sagði Kristján í því viðtali.

Sam­fé­lags­sátt um veiðigjöld­in

„En það breyt­ir því ekki að kerfið var sett á og við þurf­um að vinna sam­kvæmt því þangað til því verður breytt. Mark­mið mitt er að frum­varpið sem fram kem­ur í haust taki á þeim ágöll­um sem finna má í nú­ver­andi kerfi, og þá er stærsta atriðið í raun­inni það að reyna að færa álagn­ingu þess­ara gjalda sem næst okk­ur í tíma. Í því felst mesta áskor­un­in.“

Ráðherr­ann sagðist enn frem­ur finna fyr­ir ágæt­issátt í sam­fé­lag­inu um að greidd skuli gjöld fyr­ir nýt­ingu auðlinda sem eru und­ir for­ræði rík­is­ins. „Átök­in um veiðigjöld­in hafa að mestu snú­ist um fyr­ir­komu­lag inn­heimt­unn­ar, hvernig til þeirra er stofnað og svo fjár­hæðirn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,83 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,83 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »