„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

„Það hefur verið ágætur afli og stór og fín síld …
„Það hefur verið ágætur afli og stór og fín síld en tíðarfarið inn á milli hefur verið afskaplega erfitt.“ Ljósmynd/HB Grandi

„Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“

Þetta sagði Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, en rætt var við hann í fyrradag og er viðtalið birt á vef HB Granda.

Segir þar að lítið sé eftir af kvóta íslenskra skipa í norsk-íslensku síldinni. Útgerðir margra skipa hafi nú snúið sér að kolmunnaleit fyrir austan land. Víkingur AK er nú í sínum síðasta síldveiðitúr og segir Hjalti að aflinn á þriðjudag hafi verið þokkalegur.

„Það hefur verið ágætur afli og stór og fín síld en tíðarfarið inn á milli hefur verið afskaplega erfitt.“

Auk Víkings er Álsey VE á miðunum. Venus NS er í höfn á Vopnafirði en Hjalti telur að Venus eigi einn síldveiðitúr eftir. Framhaldið er hins vegar óráðið.

„Vonandi finnst kolmunni í veiðanlegu magni og svo er það auðvitað loðnuvertíðin sem allir horfa til. Það ríkir algjör óvissa um loðnuna. Það á frekari leit eftir að fara fram og vonandi skilar hún árangri,“ segir Hjalti Einarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »