Mestu munaði hjá Breka

Nýsmíðaður Breki VE við bryggju í Eyjum.
Nýsmíðaður Breki VE við bryggju í Eyjum. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Fiskistofa hefur birt niðurstöður vigtana með tilliti til íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa haft eftirlit með endurvigtun í september og október. Eins og sjá má af töflunni hér að neðan er almennt fremur lítill munur á íshlutfallsmeðaltali annars vegar og íshlutfalli við yfirstöðu eftirlitsmanns hins vegar.

Heimild: Fiskistofa.
Heimild: Fiskistofa.

Hvað varðar þau tilfelli þar sem minna var um ís við yfirstöðu eftirlitsmanns, munaði mestu hjá Breka, skipi Vinnslustöðvarinnar, og þar á eftir í tveimur tilfellum hjá Kristínu, skipi Vísis í Grindavík.

Taflan sýnir samanburð á vegnu meðalíshlutfalli hvers vigtunarleyfishafa þegar eftirlitsmaður var ekki á vettvangi og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni, en vegið meðalíshlutfall er íshlutfall vigtunar þegar tekið er tillit til heildarmagns sem vigtað er í öllum vigtunum frá tilteknu skipi hjá viðkomandi leyfishafa. 

Ástæður breytilegs íshlutfalls eru á vef Fiskistofu sagðar geta verið margvíslegar. Það sé hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að vigtun á sjávarafla sé sem réttust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »