„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

Vilhelm Þorsteinsson að veiðum. Mynd úr safni.
Vilhelm Þorsteinsson að veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað kemur fram að búið er að fiska um 968 þúsund tonn á Vilhelm og landanir eru um 820 talsins. Meðalafli skipsins á ári er 53 þúsund tonn og verðmæti heildaraflans á núvirði gæti verið um 60 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Jónssyni skipstjóra. Alls hefur skipið fiskað 110 þúsund tonn af íslenskri sumargotssíld, 220 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld, 100 þúsund tonn af makríl, 323 þúsund tonn af loðnu, 210 þúsund tonn af kolmunna og um fjögur þúsund tonn af öðrum tegundum.

Nýr Vilhelm árið 2020

„Það er erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm. Þetta er í einu orði sagt frábært skip sem hefur reynst bæði útgerð og áhöfn afar vel. En það kemur nýr Vilhelm árið 2020 og það verður glæsilegt skip. Það verður hins vegar ekki vinnsluskip þannig að breytingin verður mikil. Það hefur aflast ótrúlega vel á skipið frá upphafi. Útgerðin hefur svo sannarlega staðið sig hvað varðar útvegun á kvóta og áhöfnin hefur alla tíð verið frábær. Ég held að fimm eða sex úr áhöfninni hafi verið á skipinu frá upphafi,“ segir Guðmundur í samtali á vef Síldarvinnslunnar.

Fyrstu skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni voru Arngrímur Brynjólfsson og Sturla Einarsson. Guðmundur tók við af Sturlu 2001 og hefur verið á skipinu síðan að undanskildum tæplega tveimur árum þegar hann var á Baldvin Þorsteinssyni EA. Birkir Hreinsson tók síðan við af Arngrími árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »