Tvö skip í lengingu og tvö í smíðum

Skipasmíðastöðin í Víetnam. Vinnupallar umlykja skrokk nýja skipsins sem á …
Skipasmíðastöðin í Víetnam. Vinnupallar umlykja skrokk nýja skipsins sem á að vera tilbúið í lok næsta árs.

Unnið er að lengingu tveggja báta Skinneyjar-Þinganess í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Þá er verið að smíða tvö 29 metra skip fyrir fyrirtækið í Víetnam og eru þau væntanleg í lok næsta árs. Smíði skipanna er hluti af raðsmíði sjö skipa fyrir íslensk fyrirtæki hjá norska Vard-skipasmíðafyrirtækinu.

Samstarf við Micro

Skinney SF og Þórir SF verða lengd úr 29 metrum í 38 metra í Póllandi og eru væntanleg til landsins í febrúar. Skipin eru tíu ára gömul, smíðuð á Taívan 2008.

Þinganes. Systurnar sjö í raðsmíðaverkefninu verða afhentar á næsta ári.
Þinganes. Systurnar sjö í raðsmíðaverkefninu verða afhentar á næsta ári.

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði, segir að með lengingu skipanna í Póllandi fáist mun stærra vinnsludekk og gæði vinnslunnar aukist til muna. Horft er til þess að bæta kæli- og blæðitíma bolfisks og stórbæta alla aflameðferð á humri. Aðstaða til netaveiða verður betri um borð í skipunum eftir lengingu, en netadekkið flyst upp um eitt dekk og verður á togdekki fyrir ofan vinnsludekkið. Einum klefa verður bætt við fyrir skipverja og einnig setustofu þannig að rýmra verður um áhöfn.

Vinnslulína í skipin verður hönnuð og smíðuð af Micro í Garðabæ í samstarfi við starfsfólk Skinneyjar-Þinganess. Vinnsludekkið verður sett upp í Hafnarfirði og að því verki loknu er reiknað með að skipin fari á humarveiðar um miðjan mars.

Ítarlegri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu sem út kom á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,15 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,15 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »