Niðurstaða Hæstaréttar er „stórsigur“

Huginn ehf. gerir út Hugin VE 55.
Huginn ehf. gerir út Hugin VE 55. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er stórsigur, það er ekki hægt að segja annað. Ég er mjög ánægður með þetta, réttlætinu var náð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Hugins ehf., í samtali við mbl.is.

Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. lögðu í dag íslenska ríkið í skaðabótamáli sem höfðað var vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2014.

Hæstiréttur Íslands sneri í dag við dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte metur hagnaðarmissi félaganna um 2,6 milljarða íslenskra króna og telur að Huginn hf. hafi orðið af 365 milljóna króna hagnaði.

Dómar Hæstaréttar sem féllu í dag snerust einungis um viðurkenningu á bótaskyldu íslenska ríkisins. Útgerðarfélögin þurfa því að höfða sérstakt skaðabótamál á hendur ríkinu til að fá upphæð fjártjónsins metna nema að aðilar semji um bótafjárhæð utan réttarsala.

Páll segir óljóst á þessari stundu hvort skaðabótamál verði höfðað. „Þetta er allt svo nýlega gerst og það er eitthvað sem þarf að skoðast eftir helgina. Það er líka spurning hvernig ríkisstjórnin nálgast þetta mál þannig við skulum leyfa rykinu aðeins að setjast,“ sagði hann.

Páll Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Hugins ehf.
Páll Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Hugins ehf. Ljósmynd/Aðsend

Í dómum Hæstaréttar var einungis fjallað um úthlutanir á aflaheimildum á árunum 2011 til 2014 og því óljóst hver staðan er hvað varðar árin 2015 til 2018. Páll á ekki von á öðru en að skaðabótaskylda sé til staðar vegna tímabilsins eftir árið 2014 enda hafi úthlutunum verið eins háttað þá og á tímabilinu 2011 til 2014.

Páll segir dóminn hafa heilmikla þýðingu fyrir félagið og ekki einungis vegna þess fjártjóns sem Huginn hefur þegar orðið fyrir heldur einnig vegna framtíðartekna. „Við höfum misst af miklum tekjum og svo hefðum við til framtíðar misst svipaðar upphæðir,“ segir hann.

„Fjárhæðin er eitt en svo er líka annað að fá þetta bara rétt þannig að þær aflaheimildir sem maður á rétt á séu ekki teknar af manni. Það er útgangspunkturinn í þessu. Aðalatriðið er að það sé farið eftir lögum,“ segir hann að lokum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði óhjákvæmilegt að skoða breytt fyrirkomulag varðandi stjórnun makrílveiða í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »