Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Bent er á að brot Sigurðar hafi staðið yfir í …
Bent er á að brot Sigurðar hafi staðið yfir í átta mánuði, og er fullyrt í dómnum að þau hafi verið „einkar ófyrirleitin“. mbl.is/Arnþór Birkisson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt.

Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Einnig hefur hann verið fundinn sekur um að hafa misnotað sér aðstöðu sína þegar hann leigði án heimildar samtals sjö þúsund kg af krókaaflamarki og dró sér endurgjald leigunnar, 1.234.789 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi.

Rakið er í dómnum, sem féll 20. nóvember, að Sigurður hafi séð um umsýslu með aflaheimildir fyrir félög fyrrverandi tengdaföður síns, meðal annars á grundvelli tengsla þeirra. Brot hans hafi komið í ljós þegar tengdafaðirinn hugðist selja krókaaflaheimildir í eigu félags síns. Við söluna hafi ljóst orðið að það magn aflaheimilda sem félagið taldi sig eiga var ekki til staðar, þar sem búið var að selja hluta þeirra án vitneskju tengdaföðurins.

Í framburði hans hjá lögreglu kom fram að Sigurður hefði haft heimild til að leita tilboða eða finna leigjendur að aflaheimildum, en slíka ráðstöfun hefði hann sjálfur þurft að samþykkja. Þá hefði Sigurður gengist við því að hafa selt aflaheimildirnar.

Í niðurstöðum dómsins segir að framburður Sigurðar sé ótrúverðugur.
Í niðurstöðum dómsins segir að framburður Sigurðar sé ótrúverðugur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Alvarleg refsiverð brot framin

Tengdafaðirinn mun hafa farið þess á leit við sérstakan saksóknara, með bréfi í júlí 2014, að hafin yrði rannsókn á brotum Sigurðar. Einsýnt væri að alvarleg refsiverð brot hefðu verið framin, sem mikilvægt væri að upplýsa. Rakti hann í kærubréfinu ýmis tilvik um tilfærslu krókaaflahlutdeildar milli skipa, án vitundar eða vilja síns.

Fyrir dómi viðurkenndi Sigurður að hafa ritað nöfn þáverandi tengdaföður síns og, eftir atvikum, eiginkonu sinnar, á umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflaheimilda. Neitaði hann þó sök og sagðist í skýrslu lögreglu hafa stofnað fyrirtæki sitt, SAFÍR, og séð um færslu kvóta fyrir tengdaföður sinn, sem búsettur væri erlendis. Flutningur umræddra aflaheimilda hefði verið innan þeirra heimilda sem fyrirtæki hans, S.Á. Firma, hefði haft frá tengdaföðurnum.

Lagði inn á eigin reikning

Í niðurstöðum dómsins segir að þessi framburður Sigurðar sé ótrúverðugur og engum gögnum studdur. Fyrir liggi að hann hafi ritað nafn tengdaföður síns á umsóknir til Fiskistofu, og að þeim síðarnefnda hafi verið ókunnugt um ráðstafanirnar og ekki samþykkt þær.

Sigurði hefði þá borið að ráðstafa söluandvirði kvótans inn á reikning félags tengdaföður síns. Það hefði hann ekki gert, eins og hann hefði sjálfur skýrt frá. Fram kemur að andvirði kvótans var lagt inn á reikning S. Á. Firma ehf. og því ráðstafað í þágu reksturs félagsins að hluta, en að hluta fjármunanna, eða 5.950.000 krónur, hafi Sigurður lagt inn á persónulegan bankareikning sinn. Sagði Sigurður að félagið hefði staðið illa fjárhagslega á þeim tíma sem um ræðir.

„Engum gögnum studdar“

Fullyrðingar Sigurðar, um að hann hafi ráðstafað krókaaflahlutdeildinni með vitund og samþykki tengdaföður síns, og að uppgjör eigi eftir að fara fram á milli félaga þeirra beggja, eru í dómnum sagðar „með öllu haldlausar“ og að þær geti ekki staðist, „enda engum gögnum studdar“.

Bent er á að brot Sigurðar hafi staðið yfir í átta mánuði, og er fullyrt í dómnum að þau hafi verið „einkar ófyrirleitin“. Ásetningur hans við brotin þykir samkvæmt dómnum hafa verið einbeittur og brot hans stórfelld, en við ákvörðun refsingar var litið til þess hversu yfirgripsmiklu tjóni brot hans ollu, og hversu styrkur og einbeittur vilji hans var. Fangelsisrefsing Sigurðar, samtals átján mánuðir, er bundin skilorði til tveggja ára.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »