Fisk kaupir tvo togara og kvóta

Fisk Seafood hefur keypt tvö skip og aflaheimildir af Gjögri …
Fisk Seafood hefur keypt tvö skip og aflaheimildir af Gjögri á Grenivík. mbl.is/Björn Jóhann

Fisk Seafood ehf. gekk í dag frá kaupum á tveimur skipum af Gjögri hf. á Grenivík. Um er að ræða skuttogarana Vörð EA-748 og Áskel EA-749. Einnig keypti Fisk Seafood tæplega 660 tonn af aflaheimildum Gjögurs. Verðmæti viðskiptanna miðað við núverandi gengisskráningu eru tæpir 1,7 milljarðar króna.

Eftir kaupin verða aflaheimildir Fisk tæplega 23 þúsund tonn eða um sex prósent af úthlutuðum aflaheimildum fiskveiðiársins 2018/2019. Skipin verða afhent í júlí á næsta ári og um sama leyti fær Gjögur tvö ný skip til afhendingar.

Áskell EA-749.
Áskell EA-749. Ljósmynd/Aðsend

Vörður var smíðaður árið 2007 hjá Nordship í Póllandi og er skipið tæplega 29 metrar að lengd, rúmlega tíu metrar að breidd, 285 rúmlestir og 485 brúttótonn að þyngd. Áskell er stálskip, smíðað hjá skipasmíðastöðinni Ching Fu í Tævan árið 2009. Skipið eru tæpir 29 metrar að lengd, rúmlega níu metra breitt og 362 brúttótonn að þyngd.

Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum viðskiptum með aflaheimildir keypti Fisk af Gjögri tæplega 350 tonn í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk smærri heimilda í löngu, blálöngu, keilu, skötusel og þykkvalúru.

Vörður EA-748.
Vörður EA-748. Ljósmynd/Aðsend

Í tilkynningu frá Fisk Seafood segir að skipakaupin séu liður í endurnýjun og endurskipulagningu á flota félagsins. Með nýjum skipum í stað hinna eldri eykst öryggi um borð og aðbúnaður batnar til muna. „Endurnýjun er einnig ætlað að efla hagkvæmni í rekstri, fjölga heppilegum fiskimiðum með tilheyrandi fjölbreytni veiðanna, bæta meðferð aflans og auka um leið verðmæti hans,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »