Sækja kolmunna um langan veg

Um borð í Víkingi AK í færeyskri lögsögu fyrir tveimur …
Um borð í Víkingi AK í færeyskri lögsögu fyrir tveimur árum, en skipið var í gær vestur af Írlandi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Aukinn kraftur hefur verið settur í loðnuleit, en á meðan beðið er frétta af loðnunni hefur tugur íslenskra uppsjávarskipa verið við kolmunnaveiðar rétt utan landhelgislínu vestur af Írlandi.

Fyrir íslenskar útgerðir er um langan veg að fara á miðin við Írland, t.d. tæplega hátt í 800 mílur og þrír sólarhringar frá Vopnafirði, og vetrarveðrið hefur verið rysjótt undanfarið. Kolmunninn er að byrja að hrygna, en hrygningin er að mestu í mars og apríl. Að henni lokinni heldur hann í ætisleit norður á bóginn og er víða að finna þar til hann heldur suður á ný.

Kolmunni er af ætt þorskfiska, meðallengdin er þó ekki nema um 30 sentimetrar og þyngdin yfirleitt 150-250 grömm. Lifrin þykir stór miðað við stærð fisksins, kvarnir eru stórar eins og í þorski og holdið er hvítara en í makríl og síld. Hann heldur sig mikið miðsjávar og veiðist t.d. núna í nokkuð afmörkuðum torfum á um 300-500 metra dýpi við Írland. Eigi að síður eru veiðarnar yfirleitt flokkaður með veiðum á uppsjávartegundum hérlendis, en annars staðar er líka talað um miðsjávarveiðar.

Ekki er mikið unnið af kolmunna til manneldis ólíkt t.d. síld, makríl og loðnu og fer að hann að langmestu leyti í fiskimjöl og lýsi. Mjölið hefur að stórum hluta síðustu ár verið selt í fóður í laxeldi í Noregi. Eitthvað er þó um að fiskurinn sé frystur eða þurrkaður til manneldis og margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar til að auka vinnsluna.

Sjá fréttaskýringu um kolmunnann í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »