„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Ólafur Óskarsson til vinstri og Óli Björn Björgvinsson í brúnni …
Ólafur Óskarsson til vinstri og Óli Björn Björgvinsson í brúnni á Sighvati þegar stund var milli stríða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri.

Hinn 4. febrúar kom Ólafur í land og var þá var óslægður afli Sighvats GK eftir sjö daga á sjó 165 tonn; að stærstum hluta óslægður þorskur . Er þetta mesti afli sem vitað er að íslenskur línubátur hafi nokkru sinni komið með að landi eftir einn túr. Aflaverðmæti eftir túrinn var 37,5 milljónir kr. og hásetahluturinn nærri 700 þúsund kr.

Síðastliðinn þriðjudag kom svo hinn skipstjórinn á bátnum, Óli Björn Björgvinsson, í land með 143 tonna afla óslægðan. Sá fiskur var í bland þorskur og ýsa sem veiddist undir Snæfellsjökli og djúpt vestnorðvestur af Garðskaga; á slóð sem sjómenn kalla gjarnan BÚR-bankann. Strax á þriðjudagskvöldið fóru Óli Björn og áhöfn hans svo aftur á sjó og sömu mið. Voru þar síðdegis í gær og fiskuðu grimmt á línuna, en lögnin er um 30 sjómílur og krókarnir um 44.000 talsins.

Sighvatur GK í höfn.
Sighvatur GK í höfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Mest á Meðallandsbugtinni

„Það er gaman þegar veiðist svona vel,“ sagði Ólafur Óskarsson þegar Morgunblaðið hitti þá skipstjórana um borð í Sighvati GK í Grindavíkurhöfn nú þriðjudaginn.

„Síðustu árin hafa menn ekkert mikið verið að fiska hér austur með suðurströndinni. Það var eitthvað reynt í fyrra svo ég ákvað að prófa aftur nú og gekk svona ljómandi vel. Var þá mest á Meðallandsbugtinni, það er milli Skarðsfjöruvita og Ingólfshöfða. Þangað er fínt að fara ef menn sækjast helst eftir þorski.“

Veðrátta réði því mest og helst að Óli Björn skipstjóri hefur haldið sig á vesturmiðum síðustu daga. Þar er einnig frekar en annars staðar von um ýsu eins og Vísismenn þurftu að fá í vinnsluna. „Það er mjög æskilegt að hlutföllin séu kannski 55% þorskur og á móti ýsa og annar meðafli. Ef maður er bara í þeim gula gengur hratt á kvótastöðuna og slíkt skapar ójafnvægi í öllum rekstri. Þó erum við á Vísisbátunum nokkuð vel settir með kvóta, í þorski jafnt sem öðru. Og aldrei gengi þessi sjósókn nema við hefðum frábæran mannskap, en á hverjum tíma eru fjórtán í áhöfn,“ segir Óli Björn.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem út kom fimmtudaginn 14. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »