Sjómannafélagið braut lög

Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, …
Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, fyrrverandi formannsframbjóðandi, áttu í deilum.

Brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem bauð sig fram til formanns Sjómannafélags Íslands, úr félaginu, fól í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Þetta er niðurstaða Félagsdóms, sem felldi dóm sinn í máli Heiðveigar gegn félaginu síðdegis í dag. Enn fremur viðurkennir dómurinn að ákvæði laga félagsins um þriggja ára greiðsluskyldu félaga til að geta öðlast kjörgengi í félaginu feli í sér brot gegn ákvæði laganna.

Félagið er dæmt til að greiða 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og 750.000 krónur til Heiðveigar fyrir málskostnaði.

Réttindi Heiðveigar ekki í heiðri höfð

Í dómi Félagsdóms segir að félagið og stjórn þess verði að sæta því að sett sé fram gagnrýni á stjórn og stjórnarhætti félagsins, og þá sérstaklega þegar sú gagnrýni eigi rót sína að rekja til þess framboðs sem setur hana fram.

Réttindi Heiðveigar, sem leiða megi af 2. gr. laganna, þar sem segir að stéttarfélög skuli opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, hafi ekki verið í heiðri höfð þegar trúnaðarmannaráð félagsins ákvað að víkja henni úr félaginu.

Dómurinn gerir athugasemdir að tvennu leyti við lagabreytingu þá sem gerð var á aðalfundi Sjómannafélagsins 28. desember 2017, og laut að því að félagar skyldu hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár áður en þeir gætu talist kjörgengir. Annars vegar telur dómurinn að ákvæðið hafi verið íþyngjandi og feli í sér verulegar takmarkanir á stjórnarþátttöku, og hins vegar hafi tillaga um breytinguna ekki verið lögð fram í nafni stjórnar.

Virtu að vettugi lýðræðislegar grunnreglur

Því hafi þeim félagsmanni, sem setti fram tillöguna, borið að senda hana til formanns félagsins minnst fimmtán dögum fyrir fundinn svo að félagsmenn gætu kynnt sér hana með góðum fyrirvara.

Þá er það mat dómsins að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hafi virt að vettugi þær lýðræðislegu grunnreglur sem eigi að gilda við stjórn stéttarfélaga. „Létu þau stefnanda gjalda þess að hún hygðist freista þess að hafa áhrif á stjórn félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins.

Telur dómurinn að skilyrði fyrir beitingu sektarákvæðis laganna séu þar með uppfyllt, og dæmir félagið eins og áður sagði til sektargreiðslu í ríkissjóð að upphæð kr. 1.500.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »