Tveir koma í stað Óskars hjá Samherja

Þrír togarar Samherja á Pollinum við Akureyri.
Þrír togarar Samherja á Pollinum við Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum 1. ágúst á þessu ári.

Annar þeirra er Pétur Þór Erlingsson, sem hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðsins á þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Pétur Þór Erlingsson, Guðmundur Óli Hilmisson og Elísabet Ýr Sveinsdóttir.
Pétur Þór Erlingsson, Guðmundur Óli Hilmisson og Elísabet Ýr Sveinsdóttir.

Skrifstofunni í Cuxhaven berst einnig liðsstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðsins við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Auk þess er þar bent á að í september á síðasta ári hafi Elísabet Ýr Sveinsdóttir ráðið sig til Evrópuútgerðar Samherja. Elísabet er viðskiptafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind frá Háskólanum í Reykjavík.

Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur. Þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »