„Var vitlaust veður á suðvesturmiðum“

Ísfisktogarar HB Granda, Akurey og Viðey, á Selvogsbankanum í síðustu …
Ísfisktogarar HB Granda, Akurey og Viðey, á Selvogsbankanum í síðustu viku. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við byrjuðum á að veiða gullkarfa og ufsa á Fjöllunum. Það var vitlaust veður á suðvesturmiðum og það spáði verra veðri og því fórum við beint norður á Vestfjarðamið,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey, sem kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun.

Svokallað páskastopp er nú hafið, en svo nefnist sá tími þegar stórum svæðum, aðallega við sunnan- og vestanvert landið, er lokað vegna hrygningar þorsksins.

Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey.
Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey. mbl.is/Árni Sæberg

Verður fróðlegt að sjá hvað gerist

Reynst hefur snúið að veiða þorsk á togaraslóð, að því er fram kemur á vef HB Granda. Við því var brugðist að þessu sinni með því að ljúka veiðiferðinni á Vestfjarðamiðum, en Jóhannes segir að þar hafi verið blíðuveður.

Við fengum þorsk í kantinum vestur af Halanum og á Strandagrunni. Aflabrögðin voru í lagi en það verður enginn kraftur í veiðinni fyrr en í júní eftir að þorskurinn er genginn út af grunnunum. Hið sama á við um miðin fyrir sunnan. Þorskurinn er allur uppi á grunnunum á stóru svæði sem nú er lokað. Það verður opnað fyrir veiðar nk. sunnudag og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »