„Höfum verulegar efasemdir“

Gildi er fjórði stærsti hluthafi með 8,51% eignarhlut.
Gildi er fjórði stærsti hluthafi með 8,51% eignarhlut. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessi viðskipti HB Granda við stærsta hluthafa félagsins eru óheppileg að okkar mati og vekja áleitnar spurningar. Það vekur athygli okkar hversu stóran hluta í HB Granda er lagt upp með að verja í þessa fjárfestingu og hversu skamman tíma stjórn félagsins tók sér til að taka ákvörðun um viðskiptin.“

Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra Gildis, í skriflegu svari við fyrirspurn 200 mílna í kjölfar þess að lífeyrissjóðurinn tilkynnti að hann hygðist greiða atkvæði gegn tillögu um kaup HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur á hluthafafundi sem fara mun fram á morgun.

Hvorki sýnt fram á að viðskiptin séu hagfelld né nauðsynleg

„Við höfum verulegar efasemdir um þörfina fyrir þessum viðskiptum yfir höfuð sem og hvort þetta sé þá eina og hagkvæmasta leiðin fyrir HB Granda að því marki. Að okkar mati hefur stjórn HB Granda hvorki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld né nauðsynleg fyrir félagið,“ skrifar Davíð.

Í tilkynningu á vef Gildis í gær kom fram að sjóðurinn telji kaupin vera ótrúverðug og að viðskipti milli tengdra félaga þurfi að vera hafin yfir vafa. Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafi HB Granda með 35,01% eignarhlut.

Fyrirhuguð kaup HB Granda snúa að öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína auk þjónustufélags á Íslandi. Fram kemur á vef Gildis að umsamið kaupverð sé 4,4 milljarðar króna og að greitt verði með útgáfu nýrra hlutabréfa sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, sem myndi efla eignastöðu Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna ekki tekið afstöðu til kaupanna

„Það er ekki búið að taka afstöðu ennþá, það er verið að afla upplýsinga og það verður ekki endanlega fyrr en búið er að afla allra fáanlegra upplýsinga og komið er að atkvæðagreiðslu að þetta verður ljóst. Við gefum ekkert út fyrir það,“ svarar Þórhallur B. Jósepsson, almannatengill Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, spurður um afstöðu sjóðsins til kaupanna.

Ítarlegri umfjöllun er í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »