Þorskstofninn í Norðursjó stendur illa

Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af …
Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af þorski á ári hverju. 15 þúsund tonn af því magni veiða þeir sjálfir. Ljósmynd/Þröstur Njálsson
„Hvert fór all­ur þorsk­ur­inn?“; Svo hljóðar fyrirsögn greinar í breska dagblaðinu Guardian sem birtist á sunnudag, þar sem fjallað er um slæma stöðu þorskstofnsins í Norðursjó og vísað til nýútgefinnar skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Varar ráðið þá við því að verið sé að stunda ósjálfbærar veiðar á stofninum og mælir með því að landaður afli verði skorinn niður um heil 63%, til viðbótar við þau 47% sem tekin voru af aflaheimildum á síðasta ári.

Þorskstofninn hefur áður þurft að þola áföll og var raunar hættulega nálægt því að hrynja með öllu frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar og fram til ársins 2006.

Takmörkuðu fjölda veiðidaga

Tekið var til varna með því að takmarka fjölda veiðidaga, taka báta úr umferð, banna veiðar á uppvaxtarsvæðum og útbúa net með stærri möskva.

Stofninn var enda orðinn fjórfaldur árið 2017 miðað við árið 2006. Og það var þá sem alþjóðlega stofnunin Marine Stewardship Council (MSC) gaf þremur útgerðum vottorð um sjálfbærar veiðar.

En nú hafa óháðir endurskoðendur lagst yfir skýrslu hafrannsóknaráðsins. Þeir munu í lok september tilkynna hvort útgerðirnar geti haldið vottorðum sínum. Verði úrskurður þeirra neikvæður gæti norðursjávarþorskur brátt horfið af matseðlinum, segir í umfjöllun blaðsins.

Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af þorski á ári hverju. Aðeins um 15 þúsund tonn koma úr Norðursjó en hin hundruð þúsundin koma að mestu úr Barentshafi eða af fengsælu fiskimiðunum undan ströndum Íslands og Noregs.

En tegundin þykir þó enn hafa verulegt táknrænt mikilvægi fyrir breskan sjávarútveg, sem heldur úti störfum fyrir um 24 þúsund manns – hverra meirihluti starfar í Skotlandi.

Ströng varúðarorð um ástandið

Alþjóðahafrannsóknaráðið, sem hefur á að skipa vísindamönnum frá ríkjunum við strendur Norður-Atlantshafsins, ráðleggur ríkisstjórnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi um ástand stofna og þær aflaheimildir sem hægt er að gefa út án þess að setja sjálfbærni þeirra í hættu.

Ráðið gaf eins og áður sagði út viðvörun á síðasta ári, þegar það mælti með að þorskafli yrði skorinn niður um 47%. Ráðlagningunni í ár, þar sem lögð er til skerðing upp á næstum tvo þriðju hluta aflaheimilda, fylgja ströng varúðarorð um slæmt ástand stofnsins.

„Það er óljóst hvað veldur þessu,“ segir í skýrslunni. „Frekari vinnu er þörf til að rannsaka líffræðilega þáttinn og áhrif loftslagsbreytinga og veiða.“

Tæki gildi undir lok október

Umhverfisverndarsamtök hafa bent á að veitt hafi verið úr stofninum umfram það hámark sem hann hefur verið talinn geta þolað á undanförnum árum. Þorskurinn sé sem sagt veiddur úr hafi hraðar en hann nær að fjölga sér.

Í grein Guardian segir að tegundin sé ekki að fjölga sér eins hratt og hún gerði áður, of margir ungfiskar séu veiddir og að brottkast afla sé enn við lýði þrátt fyrir að hafa verið bannað.

Ef endurskoðendurnir ákveða í næsta mánuði að svipta útgerðirnar vottorðum sínum mun sviptingin taka gildi síðla októbermánaðar.

Mestu áhrifanna mun gæta í stórmörkuðum, hjá fisksölum og á veitingastöðum þar sem sjálfbærni er mikilvægur þáttur í huga meðvitaðra neytenda. Tækifæri gætu þannig jafnvel skapast fyrir þau íslensku fyrirtæki sem flytja MSC-vottaðan þorsk til Bretlands.

„Það verður minna af þorski sem er veiddur af Bretum,“ segir Aoife Martin hjá Seafish, samtökum sem styðja breskan sjávarútveg. „En meira að segja fyrir þessa ráðgjöf ráðsins þá höfum við alltaf flutt inn mest af því sjávarfangi sem við borðum.“

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum miðvikudaginn 21. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »