Skoða tengsl hnúfubaka og loðnustofnsins

Hnúfubakur í Eyjafirði.
Hnúfubakur í Eyjafirði. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Í síðustu viku voru sjö hnúfubakar í Arnarfirði merktir. Merkingarnar tókust vel og hafa borist upplýsingar um ferðir sex dýranna, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að hvalirnir hafi haldið sig innan Arnarfjarðar og ferðast talsvert innan fjarðarins á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá merkingu.

Fram kemur að hnúfubak hafi fjölgað mikið við Ísland á síðustu áratugum og er tegundin hér við land í meira mæli að vetrarlagi en aðrar tegundir skíðishvala.

„Talsverður fjöldi hnúfubaka hefur sést á loðnumiðum á veturna og virðast þeir fylgja loðnugögnum að einhverju marki, þótt hluti stofnsins fari á æxlunarstöðvar í Karíbahafi og við Grænhöfðaeyjar á veturna.“

Margt óvitað

Margt er óvitað um ferðir hnúfubaka og „hugsanleg tengsl þeirra við loðnustofninn og er merkingunum m.a. ætlað að varpa ljósi á þessi tengsl“. Fylgst er með ferðum þeirra eftir að gervitunglasendum er komið fyrir á baki hvalanna með loftbyssu sem er sérhönnuð til slíkra merkinga.

„Auk merkinganna eru tekin lífsýni af hnúfubökunum, en greining ísótópa í slíkum sýnum getur gefið vísbendingar um fæðusamsetningu hnúfubaks hér við land sem er nánast óþekkt,“ segir á vef stofnunarinnar og er bent á að stefnt sé að því að merkja fleiri hnúfubaka í loðnuleiðangri sem hefst í lok september.

Gervitunglasendum komið fyrir á baki hnúfubaka með loftbyssu.
Gervitunglasendum komið fyrir á baki hnúfubaka með loftbyssu. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 447,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 313,45 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 153,68 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,70 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 447,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 313,45 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 153,68 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,70 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »