Reyna áfram við makrílinn

Víkingur AK.
Víkingur AK. Ljósmynd/HB Grandi

„Ég á von á að komast út seint í kvöld eða nótt og það verður áfram haldið að reyna við makrílinn. Síldin bíður betri tíma en mér skilst þó að Venus NS muni eitthvað kíkja á síld á heimleiðinni næst þegar skipið kemur inn,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, í dag samkvæmt vef Brims hf. en rætt var við hann á Vopnafirði í dag.

Rætt var einnig við Hjalta Einarsson sem var skipstjóri á Víkingi AK í síðustu veiðiferð en skipið kom til Vopnafjarðar með um 770 tonna afla í gærmorgun. „Það var rólegt yfir veiðinni og greinilegt að það er að draga úr makrílgengdinni í Síldarsmugunni. Þá er veðráttan að versna og meira um kaldafýlur en í sumar. Þetta gerir alla leit erfiðari. Makríllinn virðist nú halda sig á litlum blettum mjög víða og er fljótur að veiðast upp. Það er ekkert greinilegt göngumynstur á makrílnum og veiðin getur stundum komið upp á ólíklegustu stöðum,“ sagði Hjalti og Albert tók undir með honum.

„Á tímabili virtist makríllinn hreinlega hringsóla á stóru hafsvæði. Það er vafalaust ætið sem veldur því hvert makríllinn stefnir hverju sinni. Það getur snögglega komið upp veiði nyrst í Síldarsmugunni á sama tíma og veiðin er góð syðst,“ sagði Albert enn fremur. Þá segir að makríllinn sem veiðst hafi í sumar og haust sé stór og henti vel til vinnslu. Meðalvigtin hafi aðeins lækkað eftir því sem liðið hafi á haustið en í þessari síðustu veiðiferð Víkings hafi hún verið 450-460 grömm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »