„Eina stöð sinnar tegundar á Íslandi“

Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði opnar með formlegum hætti í …
Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði opnar með formlegum hætti í dag og er hún stærsta bygging Vestfjarða. Ljósmynd/Arctic Fish

Í dag verður seiðaeldisstöð fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði opnuð með formlegum hætti. Sjö ár eru frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu stöðvarinnar hófst og er hún nú stærsta bygging á Vestfjörðum.

Fimmtán starfsmenn eru að jafnaði í seiðaeldisstöð Arctic Fish en auk þess voru ráðnir tíu sumarstarfsmenn hjá fyrirtækinu síðastliðið sumar. „Þetta gerir okkur að stærsta einstaka atvinnurekanda á Tálknafirði,“ hafði 200 mílur eftir Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í vikunni.

„Þetta markar þau tímamót að við erum komin með fullkláraða stöð sem afkastar yfir fjórum milljónum seiða. Við erum með tvær fullbúnar eldisbyggingar sem þá eru komnar í fulla notkun, vatnshreinsistöð sem og stöð sem vinnur úr öllum lífrænum úrgangi,“ sagði Sigurður. „Þó við séum vel í stakk búin til þess að stækka enn frekar þá er þetta ákveðinn áfangi sem höfum verið að stefna að, og erum að klára í þessum mánuði,“ bætir hann við.

Spurður hvort langur aðdragandi hafi verið svaraði Sigurður því játandi. „Það má alveg segja það, sjö ár. Þetta er mjög flókin stöð sem byggir á svokallaðri vatnsendurnýtingartækni og er eina stöðin sinnar tegundar á Íslandi.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »