Nýta röntgentækni við vatnsskurð

Með röntgenmyndavélum og háþrýstiskurðvélum hefur fjórða iðnbyltingin borist til fiskvinnslunnar. …
Með röntgenmyndavélum og háþrýstiskurðvélum hefur fjórða iðnbyltingin borist til fiskvinnslunnar. Með þessari tækni er hægt að nánast tvöfalda afköst afurðastöðva sjávarútvegsins.

Fiskvinnslustöðin Båtsfjordbruket í eigu Insular í Noregi er að fara í gegnum sjálfvirknivæðingu í ljósi markaðsskilyrða, enda er verið að kljást við hátt hráefnisverð sem má meðal annars rekja til minnkandi útgefins kvóta í Barentshafi.

Íslenska fyrirtækið Valka hefur verið fengið til þess að setja upp tvær línur fyrir fiskvinnslu og nemur verðmæti samninganna um 4 milljónum evra eða jafnvirði tæplega 555 milljónum íslenskra króna. „Þeir eru að leita leiða til þess að lækka kostnaðinn. Þetta er fjárfesting til framtíðar,“ segir Kristján Hallvarðsson, sölustjóri Völku, sem jafnframt segir fjórðu iðnbyltinguna hafna í fiskvinnslunni.

„Þarna erum við með snyrtingu á flökunum og svo vatnsskurðarvélar sem eru að skera úr beingarðinn og í bita, síðan flokkum við bitana þar fyrir aftan. Þetta er allt sjálfvirkt,“ svarar sölustjórinn spurður um umfang tækjanna. „Síðan er heilmikill búnaður þar fyrir aftan við pökkun til þess koma þessu í frauðkassa og í vakúmpakkningar. Auk þess er um að ræða lausfrysta bita. [...] Með þessari vatnskurðarvél erum við að ná ótrúlega flottum árangri með bættri nýtingu,“ bætir hann við.

Kristján Hallvarðsson, sölustjóri Völku
Kristján Hallvarðsson, sölustjóri Völku Ljósmynd/Valka

Aukinn sveigjanleiki

Kristján segir það stöðugt viðfangsefni afurðastöðva að finna leiðir til þess að lækka kostnað og að mikið nýsköpunarskeið sé nú í greininni. „Þetta er stórt skref sem er verið að taka núna því það hafa ekki sést svona miklar breytingar lengi í fiskvinnslufyrirtækjunum. Þar er náttúrulega beingarðurinn stærsti hlutinn og svo er það sjálfvirknin, fiskvinnslufyrirtæki geta verið að taka nánast tvöfalt meira magn í gegnum húsið með sama fjölda fólks. Svo er verið að ná meiri nákvæmni í bitunum og þá býður vatnsskurðurinn einnig upp á aukinn sveigjanleika,“ útskýrir hann.

En með þeirri vatnsskurðartækni sem félagið setur upp er vinnslan ekki lengur bundin við að þverskera fiskinn eins og gert hefur verið í áratugi. Þá bjóði tæknin upp á mun meiri sveigjanleika sem hefur skapað grundvöll fyrir beiðnir um nýtt bitaform sem ýtir undir frekari vöruþróun og jafnvel eftirspurn, að sögn Kristjáns.

Röntgentækni er nýtt til þess að taka mynd af beingarðinum í fiskflökunum og segir Kristján tæknina nýjung í greininni enda sé það nýlunda að sú tækni sé orðin það góð að röntgenmyndir koma í mikilli upplausn þannig að hægt sé að greina öll bein í fiskinum, jafnvel minnstu beinin. Þá hjálpi einnig til að tæknin sé komin á viðráðanlegt verð.

Mikil sjálfvirkni

Að myndatöku lokinni sker síðan vatnsskurðarvélin sitt hvorum megin við beingarðinn og er hann fjarlægður sjálfvirkt. Vélin getur síðan skorið í, eftir þörfum, það sem verið er að framleiða á hverjum tíma, hvort sem það er sporður, miðstykki eða hnakkabitar.

„Þannig að það er klárað, allt flakið og verðmætin sem hægt er að fá út úr því hámörkuð [...] Þetta er að opna á rosalega marga möguleika í fiskvinnslu almennt, ekki bara hvítfiski, heldur einnig m.a. laxi.“ Hann segir mannshönd hvergi koma nálægt skurðinum en hins vegar þurfi enn mannshönd til þess að snyrta flakið. „Það geta verið flökunargallar, blóðblettir og ormar og svoleiðis sem þarf að fjarlægja.“

Vélarnar nema sjálfar hvar sé best að skera fiskinn.
Vélarnar nema sjálfar hvar sé best að skera fiskinn. Ljósmynd/Valka

Spurður um útbreiðslu tækninnar segir Kristján hana þegar vera komna á þónokkuð marga staði. „Við erum búin að selja eitthvað í kringum 50 vélar út um allan heim. Okkar markaður hefur helst verið á Íslandi og í Noregi. Kannski eðlilega, Íslendingar hafa alltaf verið mjög duglegir að fjárfesta í nýrri tækni. Norðmenn hafa verið að gera þetta vegna aðstæðna, þeir eru svolítið tilneyddir til að standast samkeppnina. Í þessu eru tækifæri úti um allan heim og við höfum selt tæki og eða kerfi meðal annars til Póllands, Færeyja, Rússlands, Hollands, Bandaríkjanna og Kanada. Allir eru að átta sig á þessari tækni og hver árangurinn er af því að nota þetta.“

Í örum vexti

Valka var stofnað árið 2003 og er hátæknifyrirtæki sem þróar, hannar og framleiðir vél- og hugbúnað fyrir sjálfvirka fiskvinnslu. Í upphafi var lögð áhersla á nærmarkaðina Ísland og Noreg en vöxturinn á síðustu árum hefur verið ör og er Valka í dag á alþjóðamarkaði. Félagið selur vörur og þjónustu til meira en tíu landa.

Á síðasta ári jókst velta fyrirtækisins um 80% á milli ára og á þessu ári er búist við um 40% vexti. Starfsmenn Völku eru rétt um eitt hundrað en voru um 40 þegar flutt var í núverandi húsnæði við Vesturvör í Kópavogi í febrúar 2017. Árið 2014 var stofnað dótturfyrirtæki í Noregi og þar starfa nú þrír við sölu og þjónustu.

Viðtalið við Kristján var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 16. október.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,75 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,75 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »