Prófa búnað til að milda högg á siglingu

Mynd úr safni af stjórnendum Hefringar ásamt forstjóra Nýsköpunarsjóðs sem …
Mynd úr safni af stjórnendum Hefringar ásamt forstjóra Nýsköpunarsjóðs sem fjárfesti í félaginu í sumar. Frá vinstri: Magnús Þór Jónsson, Björn Jónsson, Huld Magnúsdóttir hjá Nýsköpunarsjóði og Karl Birgir Björnsson.

Komið er að fyrstu prófunum á siglingaröryggisbúnaði íslenska sprotafyrirtækisins Hefring ehf. Um er að ræða tæki sem vaktar öldulag og hraða báta og varar skipstjórann við ef hætta er á að báturinn höggvi ölduna af of miklum krafti. Björn Jónsson, rekstrarstjóri Hefring, segir forritun á lokastigum og standa vonir til að setja megi fyrstu vöru fyrirtækisins á markað strax í árslok.

Lesendur kannast eflaust við fréttir af slysum sem orðið hafa á ferðamönnum í skoðunarferðum á bátum, þegar kröftugt högg berst í gegnum kjölinn og til farþega. Björn segir högg af þessu tagi útbreitt vandamál og að jafnvel reyndustu skipstjórar geta átt í vanda með að haga siglingarhraða í samræmi við sjólag. „Búnaður Hefring grípur ekki inn í en birtir viðvörun á skjá og leiðbeinir skipstjóranum um að hægja ferðina niður að tilteknu marki. Að sama skapi getur skipstjórinn líka séð hvort óhætt er að auka hraðann án þess að eiga hættu á þungum höggum.“

Dýr og erfið slys

Búnaður Hefringar ætti að gagnast jafnt á ferðaþjónustubátum, skemmtibátum, smærri fiskveiðibátum og bátum sem notaðir eru við leit og björgun. Björn bendir á að bæði geti högg valdið slysum á farþegum og áhöfn, en eins megi reikna með að tíð og þung högg valdi álagi á bát og búnað sem auki þörfina á viðhaldi.  Til mikils er að vinna fyrir báta sem sýna ferðamönnum lífríki hafsins enda hafa tíð og alvarleg slys valdið því að iðgjöld vegna ferðamannasiglinga hafa snarhækkað á skömmum tíma. „Bara á þremur eða fjórum árum hefur kostnaður vegna iðgjalda tvöfaldast enda slysin af því tagi að þau geta verið erfið viðfangs og skert mjög starfsgetu og lífsgæði hins slasaða,“ útskýrir Björn en einkum er um að ræða áverka á stoðkerfi enda fær ferðamaðurinn högg á líkamann upp í gegnum sætið sem hann situr á og áfram upp hryggsúluna.

Í framtíðinni ætti búnaður Hefringar líka að nýtast til að draga úr eldsneytiskostnaði skipa. Björn segir mikla orku tapast þegar skip siglir af hörku inn í öldu. „Kerfið getur þá hjálpað skipstjóra að finna þann hraða sem að nýtir eldsneytið best miðað við aðstæður hverju sinni.“

Sjá árangur með mælingum

Er þó meira en nóg að geta dregið úr slysum og nefnir Björn að á heimsvísu slasist hartnær 400.000 manns á skemmtibátum, og líklega annar eins fjöldi slysa sem aldrei er tilkynntur. Af þessum slysum má rekja um 96% til mannlegar mistaka, og algengt að slysin hendi vegna þess að siglt var á meiri hraða en hæfði aðstæðum. „Við framkvæmdum rannsókn í lok október þar sem mæli var komið fyrir í hvalaskoðunarskipi til að skrásetja kraft og fjölda ölduhögga. Í fyrstu ferðinni vissi skipstjórinn ekki af mælinum sem við höfðum komið fyrir og var þyngsta höggið 4,6 g og meðalkraftur högga 1,3 g,“ segir Björn en samkvæmt reglugerð ESB um öryggi á vinnustað á starfsfólk ekki að þola viðvarandi högg upp á meira en 0,57 g. „En bara við það eitt að upplýsa skipstjórann um mælinn varð siglingin mun þægilegri og í næstu ferð var hæsta gildi 2 g og meðaltalið 0,5 g.“

Sjórinn getur komið reyndustu skipstjórum á óvart og erfitt að …
Sjórinn getur komið reyndustu skipstjórum á óvart og erfitt að meta við hvaða hraða hættan á hörðum höggum fer að aukast. Mynd úr safni. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »