Aflaverðmætið jókst um 13,6%

Sem fyrr fást langmest verðmæti af þorskveiðum.
Sem fyrr fást langmest verðmæti af þorskveiðum. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Aflaverðmæti fyrstu sölu nam 12,4 milljörðum króna í septembermánuði. Er það 13,6% meira en í september í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að verðmæti botnfiskafla hafi numið 8,2 milljörðum króna en verðmæti uppsjávarafla hafi numið 3,6%. Verðmæti botnfiskaflans jókst um 26,5% milli ára en samdrátturinn í uppsjávaraflanum var 5,8% miðað við septembermánuð í fyrra.

Samdráttinn í uppsjávarafla má rekja til þess að mun minna veiddist nú í september af makríl en fyrir ári. Dróst aflaverðmætið saman um 62,5% og nam tæpum 1,2 milljörðum króna samanborið við tæpan 3,1 milljarð í fyrra. Þá dróst veiði á kolmunna einnig saman en hún var óveruleg, bæði í september í fyrra (34,2 milljónir) og nú (25,8 milljónir).

Botnfiskurinn dregur vagninn

Aukning varð í verðmæti allra tegunda botnfisks. Í þorski jókst verðmætið um 26,5% og nam 8,2 milljörðum króna. Aukningin var 36,7% í ýsu og aflaverðmætið reyndist rúmur milljarður. Í ufsa var aukningin 35,4% og nam verðmætið af fyrstu sölu 708 milljónum. Þá jókst aflaverðmæti í karfaveiðum um 32,9% og stóð það í 1,1 milljarði. Aukning í öðrum tegundum botnfisks var 4,9%.

Sé horft til síðustu 12 mánaða (október—september) sést að aflaverðmæti nemur 144,2 milljörðum króna. Hefur það aukist um 15,4% miðað við sama tímabil næstu tólf mánuði á undan. Þá nam verðmætið 124,9 milljörðum króna. Líkt og þegar litið er til septembermánaðar er aukningin í botnfiski talsverð eða 24,5% en í uppsjávarfiski nemur samdrátturinn í aflaverðmæti 5,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,46 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,21 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,46 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,21 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »