Forðuðu sér undan sprengilægðinni

Áhöfn Vigra er við veiðar á Halamiðum.
Áhöfn Vigra er við veiðar á Halamiðum. Ljósmynd Brim

„Við erum komnir aftur norður á Hala. Óveðrið olli því að við hrökkluðumst af Vestfjarðamiðum. Það var ákveðið að taka millilöndun í Reykjavík og bíða af sér veðrið en fara svo aftur út þegar það gengi niður,“ segir Árni Gunnólfsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE.

Árni og hans menn urðu líkt og allir að forða sér undan áhrifum sprengilægðarinnar sem gekk yfir landið og olli stórtjóni á þriðjudag og miðvikudag, segir á vef Brims.

Árni segist hafa verið á Halamiðum þegar einsýnt varð að ekkert venjulegt óveður var í vændum. „Það voru komnir 32 metrar á sekúndu þegar við hífðum og þar sem aflinn hafði verið góður var ákveðið að fara í millilöndun í stað þess að leita vars og bíða af sér veðrið,“ segir Árni en það höfðu skipverjar á Vigra þó reyndar gert einu sinni í túrum en þá var skipið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi í um sólarhring.

„Aflinn var annars mjög góður og það er fiskur að skila sér inn á öll veiðisvæðin. Þorskurinn er kominn aftur og við fengum góða þorskveiði á svæðinu austan við Strandagrunn og vestur á Halann. Við vorum með um 330 tonna afla upp úr sjó eftir átta sólarhringa og þar af fór einn í að liggja í vari,“ er enn fremur haft eftir Árna á vef Brims.

Að sögn Árna er enn slæmt sjólag á miðunum en hann segir að veðrið sé að ganga niður. Spáin er góð, a.m.k. fram á sunnudag. Stefnt er að því að vera aftur í Reykjavík 22. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »