Framtíðartekjur sagðar í húfi

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir mikilvægt að gefinn sé …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir mikilvægt að gefinn sé út lítill loðnukvóti til þess að halda mörkuðum opnum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Afleiðingar loðnubrests annað árið í röð gætu orðið alvarlegri en margir hafa talið, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Hann telur nauðsynlegt að gefa út lítinn kvóta til þess að halda mörkuðum opnum.

„Loðna og loðnuhrogn eru mikilvæg neysluvara víða erlendis. Stærstu markaðir loðnuafurða eru í Asíu og þá einkum og sér í lagi Japan en einnig meðal rússneskumælandi þjóða. Veiðist ekki loðna annað árið í röð blasir einfaldlega við alvarlegt ástand og skaðinn kann að verða varanlegur að einhverju leyti. Framleiðendur loðnuafurða í Japan eru til að mynda innan við tuttugu talsins.

Mörg þessara fyrirtækja eru tiltölulega lítil en önnur risastór. Lítil og sérhæfð fyrirtæki í Japan munu mörg hver loka loðnuvinnslum sínum eða snúa sér að öðrum afurðum til að reyna að bjarga rekstrinum,“ segir Sigurgeir Brynjar.

Loðnuhrogn er verðmæt afurð sem seld er til Japan.
Loðnuhrogn er verðmæt afurð sem seld er til Japan. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lítill kvóti tryggi markaði

Hann segir það geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sölu loðnuafurða til framtíðar hverfi þær af vörulistum stórmarkaða enda getur það tekið allt að heilt ár að koma afurðunum á markað á nýjan leik. „Markaður fyrir þessar afurðir dregst því saman í einhvern tíma en hverfur hreinlega að hluta. Hér eru því ekki einungis í húfi tekjur ársins af loðnuveiðum og útflutningi loðnuafurða heldur framtíðartekjur á mikilvægum mörkuðum og afar mikilvæg viðskiptatengsl.“

Til þess að mæta þessari hættu er hægt að gefa út lítinn loðnukvóta til þess að halda mörkuðum opnum án þess að það feli í sér mikla áhættu fyrir lífríkið, að mati Sigurgeirs Brynjars. „Þegar litið er til sögu mars-ralls Hafrannsóknastofnunar, togararallið svokallaða þar sem skoðað er magn loðnu í maga þorsks, segir það okkur að þrátt fyrir að það sé gefinn út lítill kvóti og sagt að sé lítil loðna þá er glettilega mikið magn loðnu við landið.“

Skortir rannsóknir

Framkvæmdastjórinn segir áhyggjuefni að ráðist hafi verið í uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun þrátt fyrir innheimtu veiðigjalda sem hafi verið ætlað að tryggja aukið fjármagn í rannsóknir á lífríki hafsins. „Þegar Hafrannsóknastofnun leitaði eftir því fyrst að sjávarútvegsfyrirtækin sendu skip til loðnuleitar þótti ástæða til að minna á að veigamikil rök fyrir veiðigjöldum voru m.a. fjármögnun á hafrannsóknum,“ svarar hann spurður um deilur um kostnaðarþátttöku útgerða í loðnuleit stofnunarinnar í þessum mánuði.

„Hvað sem líður karpi um hver eigi að borga 100 til 200 milljónir króna fyrir loðnuleitina, blasir við að ríkið sinnir ekki grunnrannsóknum á loðnu, svo einkennilegt sem það nú er. Síðustu grunnrannsóknir á loðnu framkvæmdi Bjarni Sæmundsson árið 1927 og ýmislegt hefur nú gerst á hartnær heilli öld. Æpandi skortur á grunnrannsóknum á loðnu varðar í hæsta máta almannahagsmuni,“ bætir hann við.

Almannahagsmunir

Loðnuvertíð er ekki sérhagsmunamál útgerðanna heldur varðar hún almannahag enda geti hún skilað um 20 millljörðum til þjóðarbúsins, að sögn Sigurgeirs Brynjars sem kveðst hafa yfirfært útreiknað skattspor KPMG fyrir Vinnslustöðina um skiptingu tekna af makrílveiðum Íslendinga og sýndi það að af hverjum 100 krónum rynnu 85 krónur til samfélagsins. „Ábyggilega dettur samt einhverjum álitsgjöfum í hug að halda því fram, og trúa því ábyggilega sjálfir, að það varði fyrst og fremst hagsmuni útvegsmanna og sjávarútvegsfyrirtækja hvort loðna veiðist eða ekki,“ segir hann.

Loðnubrestur er sagður hafa áhrif á alla.
Loðnubrestur er sagður hafa áhrif á alla. Ljósmynd/Sigurjón M. Jónuson

„Ef við upplifum loðnubrest annað árið í röð yrði efnahagslegt tjón meira og víðtækara en fólk getur almennt gert sér grein fyrir, bæði hér heima og líka á mörkuðum okkar erlendis,“ ítrekar framkvæmdastjórinn og bætir við að tekjubresturinn hafi ekki bara áhrif á útgerðarfyrirtækin. „Allir sem koma við sögu þurfa að standa við skuldbindingar sínar, hvort sem talað er um fyrirtæki, fjölskyldur eða einstaklinga. Afborganir lána falla í gjalddaga hvort sem loðnan finnst eða ekki.“

Hann segir hins vegar loðnuvertíð auka tekjur sjávarútvegsins og þar með líka skatttekjur ríkisins af fyrirtækjum og starfsfólki í greininni, sem og skatttekjur af afleiddri þjónustustarfssemi. „Sjómenn, landverkafólk og iðnaðarmenn afla sér meiri tekna og jaðartekjur þeirra aukast líka. Þetta á sér einnig stað hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum. Jaðartekjur þeirra af loðnuveiðum eru miklar. Þau eiga öll sín tæki og tól klár til veiða. Engra viðbótarfjárfestinga er þörf.“

Loðnubrestur aldrei tvö ár í röð

Loðnuveiðar hófust við strendur landsins árið 1963 og hefur frá þeim tíma aldrei gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að loðna hafi verið ein mikilvægasta útflutningsvara sjávarafurða og skilað mestu verðmætunum á eftir þorski eða um 18,1 milljarði króna á ári 2016 til 2018.

Vestmannaeyjar hafa verið stærsta löndunarhöfn loðnu á síðari árum og hefur um 29% veiddrar loðnu verið landað þar, en tekjur fyrirtækjanna af loðnu hafa verið um 5,8 milljarðar króna. Næststærsta löndunarhöfnin er Neskaupstaður þar sem 22% af loðnu hefur verið landað.

Loðnan skiptir miklu máli í Vestmannaeyjum, en 29% af veiddri …
Loðnan skiptir miklu máli í Vestmannaeyjum, en 29% af veiddri loðnu er landað í höfn Heimaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »