Bergey og Vestmannaey fengu nöfn

Fjöldi gesta voru viðstaddir þegar Bergey og Vestmannaey var með …
Fjöldi gesta voru viðstaddir þegar Bergey og Vestmannaey var með formlegum hætti gefið nafn. Ljósmynd/Arnar Richardsson

Togarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, fengu formlega nöfn sín á goslokahátíð um helgina. Fór fram sérstök athöfn á bryggjunni í Vestmannaeyjum og gafst Eyjamönnum kostur að skoða skipin, að því er segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Það var mikil blíða í Eyjum um helgina, eins og víða um land. „Mikil kátína var meðal mannskapsins og vonast menn til að skipin reynist happafley líkt og þau eldri voru,“ segir í færslunni.

Þakkaði áhöfnum og starfsfólki

Það var Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sem hélt ræðu við tilefnið, en Síldarvinnslan er aðaleigandi Bergs-Hugins. Þakkaði Gunnþór áhöfnum og öllum starfsmönnum sem komu að smíði skipanna.

sr. Guðmundur Örn Jónsson blessaði skipin og áhafnir.
sr. Guðmundur Örn Jónsson blessaði skipin og áhafnir. Ljósmynd/Arnar Richardsson

Þá sé forsenda þess að umfangsmiklar fjárfestingar eins og ný skip gangi upp að til staðar sé gott starfsfólk, sterk samfélög og stöðuleiki í starfsumhverfi greinarinnar, að sögn framkvæmdastjórans.

„Það er ekki þrautarlaust að taka svona skip í notkun, en þar hefur reynt á þrautseigju, útsjónarsemi og reynslu áhafna að leysa úr málum.  Hafa þeir gert það með sóma og eiga miklar þakkir skyldar fyrir þolinmæðina því ýmislegt hefur komið uppá á þessum fyrstu mánuðum sem hefur þurft að leysa úr,“ sagði Gunnþór.

Kynslóðaskipti

Lóa Skarphéðinsdóttir og dóttir hennar, Elfa Ágústa Magnúsdóttir, gáfu skipunum nöfn með því að brjóta kampavíns flösku á stafni skipsins. Vekur það sérstaka athygli að það var Lóa og amma Elfu sem sinntu þessu hlutverki við komu forvera skipanna.

Elfa Ágústa Magnúsdóttir gefur Vestmanney nafn
Elfa Ágústa Magnúsdóttir gefur Vestmanney nafn Ljósmynd/Óskar Pétur

Það var síðan sr. Guðmundur Örn Jónsson sem blessaði skipin og áhafnirnar. Hann afhenti jafnframt skipstjórunum, Birgi Þór Sverrissyni og Jóni Valgeirssyni sjóferðarbæn sr. Odds V. Gíslasonar á platta sem var komið fyrir í skipunum samkvæmt hefð.

Gísli Jóhannes Óskarsson færði skipstjórunum nýja testamentið að gjöf frá Gideon félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »