Yrði kúvending á skipulagi Herjólfs

„Á meðan fyrri rekstraraðili rak ferjuna voru tvær áhafnir og …
„Á meðan fyrri rekstraraðili rak ferjuna voru tvær áhafnir og vinnuframlagið var að meðaltali 225 klukkustundir í mánuði svo við erum búin að minnka vinnuframlagið nú þegar,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. mbl.is/Óskar Pétur

„Krafan sem er uppi nú, að því er okkur virðist, er sú að það verði horfið frá því að vera með þrjár áhafnir og farið í fjórar sem þýðir það að vinnuframlagið fer úr 100% í 75%. Það er bara 25% launahækkun að lágmarki. Það er algjör kúvending á skipulagi félagsins,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um kröfur Sjómannafélags Íslands fyrir sína félagsmenn á Herjólfi. 

Þeir lögðu niður störf í dag og stendur vinnustöðvunin til miðnættis. Frekari vinnustöðvanir eru fyrirhugaðar en engar kjaraviðræður hafa átt sér stað á milli Herjólfs ohf. og Sjómannafélags Íslands. Þá eru engar viðræður fyrirhugaðar eins og leikar standa. Ástæðan er sú að forsvarsmenn Herjólfs voru nú þegar búnir að semja við Sjómannafélagið Jötunn um kaup og kjör starfsmanna á Herjólfi. Þrátt fyrir það er meirihluti undirmanna starfsmanna Herjólfs í Sjómannafélagi Íslands.

Spurður hvers vegna ekki hafi verið samið við Sjómannafélag Íslands til að byrja með segir Guðbjartur að aðdragandinn að því sé langur. Vestmannaeyjabær tók yfir rekstur Herjólfs árið 2018. Í byrjun árs 2019 voru gerðir ráðningasamningar við starfsfólk. Stéttarfélög, þar á meðal Sjómannasamband Íslands og Skipstjóra- og stýrimannafélagið, voru kölluð til við þá vinnu. 

Sjómannafélagið Jötunn og Sjómannafélag Íslands kölluðu bæði eftir því að semja við Herjólf í lok árs 2019. Guðbjartur segir að sjónarmið Sjómannafélags Íslands hafi verið tekin gild en ákveðið hafi verið að semja við Jötunn vegna þess að félagið sé stéttarfélag með vinnusvæði í Vestmannaeyjum, rétt eins og Herjólfur sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar og hefur lögheimili þar. 

Útlit fyrir að forgangsréttarákvæði sé enn í gildi

Krafa Sjómannafélags Íslands á þessum tíma var sú að áhöfnum yrði fjölgað úr þremur í fjórar og vinnutími starfsmanna þannig styttur um 25%. Spurður hvort Herjólfur hafi ekki einfaldlega samið frekar við Jötunn þar sem kröfur félagsins hafi verið minni segir Bjartur: 

„Nei. Menn bara komu að borðinu með sínar kröfur eins og þær voru. Við erum bara með ráðningarsamninga og það hefur enginn starfsmaður í ferjunni komið til framkvæmdastjóra félagsins og kvartað undan þeim launum sem eru greidd samkvæmt ráðningarsamningi.“

Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir hönd Herjólfs að vinnustöðvunin yrði dæmd ólögmæt. Þeirri kröfu var hafnað og segir Guðbjartur að það hafi að vissu leyti komið honum á óvart en dómurinn sé í sjálfu sér tvíþættur, annars vegar hafi verið fallist á lögmæti vinnustöðvunar og hins vegar á það að samningur Herjólfs við Jötunn sé gildur.

Skilningur Guðbjarts er sá að þá sé einnig forgangsréttarákvæði Jötuns um samningsumboð enn í gildi. Fleiri stéttarfélög geti vel komið sér saman um að semja við Herjólf en Jötunn fari með umboðið og því standi þeir kjarasamningar. Undirmenn hjá Herjólfi eru í fimm til sex stéttarfélögum. 

Hafa ekkert ákveðið um viðræður

Guðbjartur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um viðræður við Sjómannafélag Íslands en félagið hafi kallað eftir þeim. 

„Við munum eiga fundi hér í dag, rýna dóminn, hvaða ákvörðun félagið tekur í framhaldinu verður bara að koma í ljós en hver sem vill sér að allar kröfur í dag sem hlaupa á tugum prósenta getur ekki gengið og allra síst við þær aðstæður sem fyrirtæki eru að glíma við í dag vegna áhrifa COVID.“

Vinnumánuður starfsmanna Herjólfs hljóðar upp á tuttugu 9,5 klukkustunda vaktir eða 190 klukkustundir mánaðarlega. 

„Það hefur alveg legið ljóst fyrir að þeir starfsmenn sem vilja sigla og vinna minna heldur en er gert ráð fyrir í dag hefur staðið það til boða,“ segir Guðbjartur og bætir því við að öll yfirvinna, helgarvinna og stórhátíðarvinna sé reiknuð inn í mánaðarlaun. 

Áður var vinnumánuðurinn 225 klukkustundir

Spurður hvort ekki sé um að ræða nokkuð langan vinnumánuð segir Guðbjartur:

„Á meðan fyrri rekstraraðili rak ferjuna voru tvær áhafnir og vinnuframlagið var að meðaltali 225 klukkustundir í mánuði svo við erum búin að minnka vinnuframlagið nú þegar. Þá var ein áhöfn að vinna á dag og vakttíminn var frá tólf til átján tímum. Það er engin heimild fyrir því í vinnulöggjöf á íslandi. Þess vegna kemur þetta ákvæði inn í þjónustusamninginn [Vestmannaeyjabæjar við ríkið þegar bærinn tekur yfir reksturinn], að það skuli vera þrjár áhafnir og tvær starfandi á hverjum degi til þess að aldrei sé farið yfir tólf klukkustunda vaktir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »