Norskt sölufyrirtæki annast sölu á íslenskum laxi

Áður hefur fyrirtækið selt íslenskan eldislax undir merki fyrirtækisins, en …
Áður hefur fyrirtækið selt íslenskan eldislax undir merki fyrirtækisins, en nú verður breyting þar á og mun sá íslenski vera seldur undir merkjum Iceborn. Mynd/Seaborn

Eldislax frá þremur eldisfyrirtækjum hér á landi, Laxar fiskeldi, Fiskeldi Austfjarða (Ice Fish Farm), og Arctic Fish, mun nú vera seldur erlendis undir sameiginlega íslenska vörumerkinu Iceborn sem kynnt var í síðustu viku, en það er norska sölufyrirtækið Seaborn sem mun annast söluna.

„Við höfum í fleiri ár unnið með íslenskan lax sem hefur verið framleiddur á Austurströnd Íslands, hjá Ice Fish Farm og Laxar. […] En nú höfum við gert samning við framleiðenda á Vestfjörðum, Arctic Fish, sem gerir það að verkum að við höfum meira magn,“ segir Kjersti Haugen, rekstrarstjóri Seaborn, í samtali við 200 mílur.

Kjersti Haugen, rekstrarstjóri Seaborn.
Kjersti Haugen, rekstrarstjóri Seaborn. Ljósmynd/Seaborn

Hún segir að með auknu magni sé hægt að tryggja afhendingu allan ársins hring sem er forsenda þess að afurðin geti staðið undir eigin vörumerki. Þá sé tilgangur nýs vörumerkis að vekja athygli á afurðinni. „Þetta er leið til þess að auka þekkingu neytenda á íslenska laxinum og ágæti hans.“

Seaborn er sölufyrirtæki í eigu tíu smærri norskra fiskeldisfyrirtækja og hefur verið starfrækt frá árinu 2001. Þá stundar fyrirtækið sölu til yfir 60 ríkja um heim allan og á þar með trausta innviði fyrir sölu í Bandaríkjunum, Asíu og í Evrópu, að sögn Haugen.

Miklar væntingar

„Þrátt fyrir þessa kórónutíma og hlutir séu ekki eins og venjulega, þá teljum við að Bandaríkin og Asía séu öflug svæði fyrir vörumerki af þessum toga. Síðan bætist við að framleiðendur á Íslandi hafa aðra vottun fyrir fiskinn sinn sem skapar grundvöll fyrir sókn á markaði í Evrópu. Við munum taka fiskinn með okkur um heim allan,“ segir hún.

Spurð hvort fyrirtækið hafi fundið fyrir eftirspurn eftir íslenskum laxi, svarar Haugen: „Við viljum skapa eftirspurnina. Ég vil benda á að orðspor íslensks sjávarfangs, sérstaklega hvítfisks, er mjög gott víða um heim kannski sérstaklega í Bandaríkjunum. Þar merkir Ísland gæði og það sem hvítfiskgreinin hefur gert er hreint frábært og við teljum að hér sé einnig rými fyrir laxinn.“

Hún segir uppruna laxins, hafið umhverfis Ísland, verður mikilvægur þáttur í sölu- og markaðssetningu vörumerkisins. „Við höfum miklar væntingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »