„Slegið á útrétta hönd“

mbl.is/Sigurður Bogi

Formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, Jónas Garðarsson, segir að þrátt fyrir að boðist hafi verið til þess að fresta aðgerðum um borð í Herjólfi hafi opinbert hlutfélag um rekstur ferjunnar slegið á útrétta hönd fólksins sem bauðst til að fjölga um aðeins eina þernu og fresta verkfalli til að ná sáttum.

Verkfall Sjómannafélags Íslands hófst síðastliðinn þriðjudag og stóð í sólarhring. Næsta verkfall verður næstkomandi þriðjudag 14. júlí og stendur í 2 sólarhringa. Þriðja verkfall verður þriðjudaginn 21. júlí og stendur í 3 sólarhringa.

„Þrátt fyrir að Sjómannafélag Íslands fyrir hönd háseta og þerna um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi boðist til að fresta aðgerðum, þá hefur hið opinbera hlutafélag sem rekur Herjólf slegið á útrétta hönd fólksins sem bauðst til að fjölga um aðeins eina þernu og fresta verkfalli til að ná sáttum. Á þá sáttarhönd var slegið.

Nú eru þrjár þernur á vakt á Herjólfi en voru jafnan fimm á vakt yfir hásumarið hjá Eimskip og Samskip sem áður ráku Herjólf. Það má með ólíkindum telja, að Bæjarútgerð Eyjanna undir forystu Írisar Róbertsdóttur bæjarstýru, gangi svo freklega á rétt þerna og háseta. Íris heldur um hlutabréf Herjólfs ohf. Hún ásamt stjórn Herjólfs og framkvæmdastjóra ber ábyrgð á ofríki gegn hásetum og þernum á Herjólfi.

Í desember 2018 lýsti Sjómannafélag Íslands því yfir að vinnufyrirkomulag þerna og háseta um borð í nýjum Herjólfi væri ekki með þeim hætti sem þau sættu sig við. Þeim er gert að vinna þrjár helgar af hverjum fjórum í mánuði ásamt öllum hátíðisdögum. Þessar kröfur lágu fyrir áður en hin opinbera Bæjarútgerð var stofnuð. Sjómannafélagið fór fram fram á viðræður. Bréfum, símtölum og sms-boðum Sjómannafélagsins var ekki svarað. Deilunni var því vísað til Ríkissáttasemjara í febrúar 2020.

Um þverbak keyrði í þvergirðingshætti og virðingaleysi stjórnar Herjólfs ohf. gagnvart fólkinu, þegar samið var við Sjómannafélagið Jötun um kjör að „skapi“ bæjaryfirvalda. Þessi bolabrögð stjórnar Herjólfs voru sem blaut tuska í andlit þerna og háseta. Vestmannaeyjabær viðhefur vinnubrögð sem tíðkuðust á dögum Kreppunnar miklu og brýtur áratuga samskiptareglur á vinnumarkaði.  Jötunn er með tvo félagsmenn á Herjólfi á móti 20 félagsmönnum Sjómannafélagsins og bæjarútgerðin krefst þess að Jötuns-samningurinn gildi fyrir alla.  Stjórn Herjólfs leitaði til Samtaka atvinnulífsins um að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá verkfallið dæmt ólöglegt. SA og bærinn koltöpuðu málinu. Það var mikil sneypuför.

Það er mikilvægt að Eyjamenn og ferðaþjónustan í Eyjum átti sig á yfirgangi bæjaryfirvalda. Það er mikilvægt að landsmenn átti sig á að verið er að beita fólkið á Herjólfi ofríki og fádæma hroka sem ekki hefur þekkst í verkalýðsbaráttu í áratugi. Bæjaryfirvöld ástunda vinnubrögð sem fyrirtæki taka ekki í mál. Meðan verið er að minnka vinnuálag og stytta vinnutíma starfsstétta í landinu þá fara bæjaryfirvöld í Eyjum í þveröfuga átt þegar kemur að hásetum og þernum á Herjólfi,“ segir í yfirlýsingu frá samninganefnd Sjómannafélags Íslands.

Formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, Jónas Garðarsson.
Formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, Jónas Garðarsson. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,28 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 117,21 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,28 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 117,21 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »