Verð á laxi heldur áfram að sveiflast mikið

Markaðsverð á laxi heldur áfram að lækka.
Markaðsverð á laxi heldur áfram að lækka. mbl.is/Helgi Bjarnason

Markaðsverð á eldislaxi heldur áfram að lækka og nam meðalverð 44,99 norskum krónum á kíló, jafnvirði 680 íslenskra króna, í viku 31 samkvæmt vísitölu Nasdaq. Er það lækkun um 2,53% frá vikunni á undan og 23,5% lækkun á síðastliðnum fjórum vikum. Ef litið er til lax í slátrunarstærð, þrjú til sex kíló, hefur meðalverð lækkað um 2,09% í viku 31 og 24,88% á undanförnum fjórum vikum.

Þann 9. júní sögðu 200 mílur frá því að verð hafði hækkað um 40% á fjórum vikum og er því óhætt að segja að sveiflurnar hafa verið umfangsmiklar.

Þegar þróunin er skoðuð með tillit til undanfarinna tólf vikna lækkar verð mun minna eða 7,45% að meðaltali og 9,4% ef aðeins er litið til fiska í slátrunarstærð. Fyrir tólf vikum var verð í mikilli lægð í kjölfar verðlækkana sem komu þegar lokanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í hámarki.

Þegar takmörkunum var aflétt tók verð á mörkuðum við sér mjög hratt, en verðið tók að lækka á ný um miðjan júní þegar veitingastaðir og verslanir í Peking, höfuðborg Kína, hættu að selja lax í kjölfar þess að kórónuveira greindist á skurðbrettum hjá heildsala í borginni og hélt þróunin áfram og hefur verð ekki verið lægra síðan mánaðarmótin september október í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »