Afhentu greinargerð um landgrunnskröfur Íslands

Ágúst Flygenring og Hildigunnur Engilbertsdóttir frá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu …
Ágúst Flygenring og Hildigunnur Engilbertsdóttir frá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (hægra megin á myndinni) afhenda fulltrúum landgrunnsnefndarinnar greinargerðina. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Endurskoðuð greinargerð vegna kröfugerðar Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna hefur verið afhent landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna í New York í síðustu viku. Greinargerðin nær til landgrunns á vestur-, suður- og suðausturhluta Reykjaneshryggjar suðvestur af landinu.

Gert er ráð fyrir að greinargerðin verði tekin fyrir hjá landgrunnsnefndinni við fyrsta tækifæri þar sem um endurskoðaða greinargerð er að ræða. Ekki er þó gert ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum fyrr eftir nokkur ár.

Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að íslensk stjórnvöld afhentu landgrunnsnefndinni greinargerð árið 2009 vegna vestur- og suðurhluta Reykjaneshryggjar auk fleiri svæða. Nefndin skilaði tillögu vegna þeirrar greinargerðar árið 2016 og féllst á kröfur Íslands um ytri mörk vestur af Reykjaneshrygg innan 350 sjómílna. Í tillögunum 2016 var fallist á kröfur íslenskra stjórnvalda er varðar Ægisdjúp sem er í suðurhluta Síldarsmugunnar.

Þá segir að nefndin „taldi hins vegar að fyrirliggjandi gögn væru ekki nægilega afgerandi fyrir svæðið utan 350 sjómílna til að styðja með óyggjandi hætti kröfur Íslands um að Reykjaneshryggurinn teljist náttúrulegur hluti landgrunnssvæðisins.“

Svæðin sem hafa verið í greinargerðum Íslands frá 2009.
Svæðin sem hafa verið í greinargerðum Íslands frá 2009. Mynd/Utanríkisráðuneytið

Starfshópur undir stjórn utanríkisráðuneytisins hefur unnið að endurskoðaðri greinargerð fyrir Reykjaneshrygg undanfarin ár og hefur tæknileg vinna að stærstum hluta verið unnin af Íslenskum orkurannsóknum með aðkomu jarðvísindamanna í háskólasamfélaginu. Lögð hefur verið áhersla á að styrkja jarðfræðilegar röksemdir íslenskra stjórnvalda, ásamt því að afmarka ytri mörk landgrunnsins á suðausturhluta Reykjaneshryggjar til að gefa betri heildarmynd af því svæði sem er undir áhrifum frá heita reitnum undir Íslandi.

Endurskoðaða greinargerðin nær ekki til umdeilda Hatton Rockall-svæðisins í suðri, né austurhluta Reykjaneshryggjar sem skarast við það svæði. „Vísindarannsóknir og undirbúningur hófst í lok síðasta árs fyrir þá greinargerð og verður unnið að því verkefni næstu ár,“ segir á vef Stjórnarráðsins.

„Ég bind miklar vonir við að landgrunnsnefndin fallist á röksemdir Íslands í þessu mikilvæga hagsmunamáli enda byggist greinargerðin á vandaðri vinnu okkar helstu sérfræðinga á þessu sviði. Hún grundvallast á sameiginlegum jarðfræðilegum skilningi sem skapaðist um afmörkun þess svæðis Reykjaneshryggjar sem er undir sterkum áhrifum frá heita reitnum undir Íslandi,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »