Nýtt Lavango kerfi í Einhamri

Karaþvottavélin hvolfar körunum á ný og skilar þeim hreinum og …
Karaþvottavélin hvolfar körunum á ný og skilar þeim hreinum og uppstöfluðum í stæðu. Ljósmynd/Aðsend

Nýverið lauk Lavango ehf. uppsetningu á sjálfvirku karakerfi til bolfiskvinnslu Einhamars Seafood í Grindavík. 

Kerfið var hannað hjá Lavango, í samstarfi við Einhamar, framleiddi og setti upp í vinnslunni. Fyrst karahvolfara í nóvember og svo karaþvottavél með karasnúning og staflara frá Semistaal í Danmörku sem tengt var við karakerfið. 

Karastæðum er skilað inn í karahvolfarann, sem matar hráefni inn …
Karastæðum er skilað inn í karahvolfarann, sem matar hráefni inn í framleiðslu. Ljósmynd/Aðsend

Karakerfið matar sjálfvirkt inn í vinnsluna, bæði stóran og smáan fisk og skilar síðan körunum hreinum og upp stöfluðum er kemur fram í tilkynningu frá Lavango. 

„Kerfið virkar þannig að karastæðum er komið fyrir á inntökuband karahvolfarans. Þá er körunum afstaflað með „de-stacker“ og þannig fer eitt kar í einu inn í karalyftu sem lyftir körunum upp um 2,3 metra.

Þá er karinu hvolfið á ísskiljuband og fer fiskurinn þaðan inn á hausarana. Karinu er þá fullhvolfið á annað færiband sem hangir í lofti vinnslunnar og færir körin yfir í annað rými.

Þar fer karið í karalyftu sem færir það aftur niður og beint inn í karaþvottavél sem eftir stutta stund skilar körunum fullhreinum og klárum til notkunar á ný,“ segir í tilkynningu. 

Karið ferðast úr karahvolfaranum, í lyftu og niður í karaþvottavélina …
Karið ferðast úr karahvolfaranum, í lyftu og niður í karaþvottavélina frá Semistaal í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend

 

Alda Agnes, framkvæmdastjóri Einhamars, segir innmötun til flökunar hafa gjörbreyst með tilkomu nýja karakerfisins. 

„Lyftaravinna hefur minnkað til muna og meðferð á afla er betri, innmötun hraðvirkari og sjálfvirk og hráefnið helst því kaldara í gegnum vinnsluferilinn. Hráefninu er ráðstafað í kerfið inni í kæli, þannig að körin standa aldrei fram á gólfi eins og áður gerðist,“ er haft eftir Öldu í tilkynningu. Þar segir hún einnig að körin séu svo hrein eftir karaþvottinn að það sé annar litur þá þeim. 

Jón Hlífar Aðalsteinsson, sölustjóri Lavango, segir í samtali við 200 mílur að nýjung kerfisins felist ekki síst í því að kerfið er heildarlausn og aukin sjálfvirknivæðing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »