Eigandi fiskeldis á Austfjörðum stækkar

Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði.
Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði. mbl.is//Helgi Bjarnason

Norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval AS, sem á meirihlutann í austfirsku fiskeldisfyrirtækjunum Fiskeldi Austfjarða og Löxum fiskeldi, hefur keypt upp annað norskt fiskeldisfyrirtæki og mun með því auka mjög framleiðslugetu sína.

Måsøval er í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem er með höfuðstöðvar á eyjunni Frøya í Þrændalögum. Það var skráð í kauphöllina í Ósló fyrr á þessu ári og þá bættust við nýir hluthafar. Fyrirtækið er meirihlutaeigandi Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis og hefur verið stefnt að sameiningu íslensku fyrirtækjanna.

Fyrirtækið sem Måsøval er nú að kaupa starfar undir yfirheitinu Vartdal Invest AS en dótturfyrirtæki þess reka sjókvíaeldisstöðvar, seiðaeldi og sláturhús. Kaupverðið samsvarar um 23 milljörðum íslenskra króna og hluti kaupverðsins er greiddur með því að eigandi Vartdal eignast hlutabréf í Måsøval.

Á heimasíðu Måsøval kemur fram að kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norska samkeppniseftirlitsins og hluthafafundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »